Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Konur í hugbúnaðar- og tæknigeiranum greina frá áreitni og mismunun í starfi

„Við krefj­umst þess að fá að vinna vinn­una okk­ar án áreitni, of­beld­is eða mis­mun­un­ar,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá kon­um í hug­bún­að­ar- og tækni­geir­an­um. Hér eru sög­ur úr ís­lensk­um veru­leika þess­ara kvenna.

Konur í hugbúnaðar- og tæknigeiranum greina frá áreitni og mismunun í starfi

Konur í hugbúnaðar- og tæknigeiranum lýsa kynferðislegri áreitni og kynbundnu misrétti í sögunum sem hér fylgja. Þær krefjast þess að samverkamenn þeirra taki ábyrgð á að uppræta vandamálið og að viðeigandi yfirvöld, stéttarfélög og fyrirtæki í hugbúnaðar-, vef- og tækni-iðnaði taki af festu á málinu og komi sér upp verkferlum og viðbragðsáætlun gegn kynbundnu áreiti. „Kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun á ekki að líðast, hvorki á vinnustöðum né annarstaðar i samfélaginu. Látum meðfylgjandi frásagnir tæknikvenna af kynferðisáreitni og kynbundinni mismunun í tækni-, upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði vera þær síðustu,“ segir í yfirlýsingu frá konunum. 

Yfirlýsing kvenna hugbúnaðar- og tæknigeiranum í heild:

Kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundin mismunun á sér stað í hugbúnaðar- og tæknigeiranum, rétt eins og annarstaðar í samfélaginu. 

Óþarfi er að taka fram að ekki gerast allir karlar sekir um áreitni eða mismunun – en hins vegar verða allt of margar konur fyrir því á starfsferli sínum og það er algerlega óásættanlegt. 

Kynbundin mismunun birtist með ýmsum hætti; allt frá niðurlægjandi athugasemdum um útlit eða getu samstarfskvenna og óviðeigandi brandara yfir í kynferðislega áreitni. Það er ólíðandi að ekki sé tekið á umkvörtunum ef sá sem áreitir er metinn „of verðmætur“. Þeir sem gera öðrum óbærilegt að sinna sínu starfi, eru ekki og geta aldrei verið, verðmætari en starfsandinn og fyrirtækið. Slíkt verðmætamat og vinnubrögð þarf að uppræta.

Við krefjumst þess að allir samverkamenn okkar taki ábyrgð á að uppræta vandamálið; að viðeigandi yfirvöld, stéttarfélög og fyrirtæki í hugbúnaðar-, vef- og tækniiðnaði taki af festu á málinu og komi sér upp verkferlum og viðbragðsáætlun gegn kynbundnu áreiti. Kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun á ekki að líðast, hvorki á vinnustöðum né annarstaðar i samfélaginu. Látum meðfylgjandi frásagnir tæknikvenna af kynferðisáreitni og kynbundinni mismunun í tækni-, upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði vera þær síðustu.

Við förum fram á fræðslu fyrir starfsfólk á birtingarmyndum kynferðislegrar áreitni og kynbundinnar mismununar, og á hvernig fyrirtækið muni taka á slíku ef upp kemur. Við áréttum mikilvægi þess að fyrirtæki og starfsfólk taki umræðuna og setji sér saman siðareglur, líkt og tíðkast í erlendum stórfyrirtækjum, í fjölmiðlum og stjórnmálum, þar sem grunngildi í rekstri og samskiptum eru áréttuð, undirrituð og yfirfarin reglulega.

Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur eða leiða ástandið hjá okkur. 

Við verðskuldum jafnrétti, að okkur sé trúað og sýndur stuðningur. Fyrst og fremst á misréttinu að linna. Við krefjumst þess að fá að vinna vinnuna okkar án áreitni, ofbeldis eða mismununar. 

Við stöndum saman og höfum hátt. #metoo

Undir þessa yfirlýsingu rita hátt í 300 konur í hugbúnaðar- og tækniiðnaði á Íslandi

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

#metoo frásagnir

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár