Eftir stórfellda hernaðaruppbyggingu á Karíbahafi og loftárásir á meinta fíkniefnabáta kynnti Donald John Trump Bandaríkjaforseti nýja þjóðaröryggisstefnu, sem endurvakti svokallaða Monroe-kenningu um yfirráð Bandaríkjanna yfir Suður-Ameríku. Sagnfræðingur varar við því að kenningin hafi áður verið nýtt til að réttlæta innrásir stórvelda í smærri nágrannaríki, meðal annars af nasistaleiðtoganum Adolf Hitler í aðdraganda seinni heimsstyrjaldar.
Réttur stórvelda innsiglaður
Víða í Evrópu var nýju þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna tekið illa á þeim forsendum að þar var berum orðum boðað að Bandaríkin myndu „ýta undir andstöðu innan Evrópuþjóða við núverandi stefnu álfunnar“, sem af samhengi stefnunnar snýr að því að styðja hægri flokka.
Samtímis hafa bandarísk stjórnvöld þrýst á Úkraínu að eftirláta Rússlandi meira landsvæði en Rússar hafa hertekið í ólöglegu innrásarstríði síðustu fjögur árin og viðurkenna þannig rétt sterkari aðilans til landvinninga af fullvalda ríki.
Á Íslandi og annars staðar í Evrópu var hins vegar minna rætt um yfirlýsinguna í stefnunni gagnvart Suður-Ameríku, sem …


























Athugasemdir