Sáir Trump fræjum stórstyrjaldar?

Ný ut­an­rík­is­stefna Banda­ríkja­for­seta skil­grein­ir Suð­ur-Am­er­íku sem áhrifa­svæði Banda­ríkj­anna. Ótt­ast er að stefn­an rétt­læti yf­ir­gang stór­velda gegn smærri ríkj­um, sem áð­ur hef­ur leitt til heims­styrj­ald­ar.

Eftir stórfellda hernaðaruppbyggingu á Karíbahafi og loftárásir á meinta fíkniefnabáta kynnti Donald John Trump Bandaríkjaforseti nýja þjóðaröryggisstefnu, sem endurvakti svokallaða Monroe-kenningu um yfirráð Bandaríkjanna yfir Suður-Ameríku. Sagnfræðingur varar við því að kenningin hafi áður verið nýtt til að réttlæta innrásir stórvelda í smærri nágrannaríki, meðal annars af nasistaleiðtoganum Adolf Hitler í aðdraganda seinni heimsstyrjaldar. 

Réttur stórvelda innsiglaður

Víða í Evrópu var nýju þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna tekið illa á þeim forsendum að þar var berum orðum boðað að Bandaríkin myndu „ýta undir andstöðu innan Evrópuþjóða við núverandi stefnu álfunnar“, sem af samhengi stefnunnar snýr að því að styðja hægri flokka.

Samtímis hafa bandarísk stjórnvöld þrýst á Úkraínu að eftirláta Rússlandi meira landsvæði en Rússar hafa hertekið í ólöglegu innrásarstríði síðustu fjögur árin og viðurkenna þannig rétt sterkari aðilans til landvinninga af fullvalda ríki.

Á Íslandi og annars staðar í Evrópu var hins vegar minna rætt um yfirlýsinguna í stefnunni gagnvart Suður-Ameríku, sem …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu