Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.

Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá

Norðvesturkjördæmi

Sex flokkar skipta með sér þingsætum í Norðvesturkjördæmi miðað við síðustu keyrslu þingmannaspárinnar. Mestar líkur eru á að Sjálfstæðisflokkurinn fái sjöunda þingmanninn kjörinn í kjördæminu, en annar maður á lista flokksins, Björn Bjarki Þorsteinsson, komst inn á þing í 37 prósent þeirra 100 þúsund sýndarkosninga sem keyrðar voru til að kalla fram niðurstöðurnar. Um 33 prósent líkur eru á því að Samfylkingin nái inn sínum öðrum manni í kjördæminu, Hannesi S. Jónssyni.

Norðausturkjördæmi

Samkvæmt niðurstöðum þingmannaspárinnar næði Samfylkingin inn þremur mönnum í Norðausturkjördæmi, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur tveimur og Framsókn, Viðreisn og Flokkur fólksins sínum manni hverjum, sé horft til þess hvaða þingmenn eru með mestar líkur á að ná kjöri. Næsti maður inn væri annar maður á lista Viðreisnar, Heiða Ingimarsdóttir.

Suðurkjördæmi

Úr Suðurkjördæmi berast þau tíðindi að fyrsti þingmaður kjördæmisins eftir kosningarnar árið 2021, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar, fær 16 prósent líkur á þingsæti. Samkvæmt þingmannaspánni er …

Kjósa
50
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár