Meirihluti kjósenda vill sjá Viðreisn og Samfylkingu í stjórn að loknum kosningum. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem Maskína framkvæmdi fyrir Heimildina og voru kynntar á forystukappræðum sem fram fara í Tjarnarbíó í kvöld.
Í könnuninni voru kjósendur spurðir hvaða flokk þeir vildu sjá í ríkisstjórn og var þeim gefið færi á að velja eins marga flokka og þau vildu. 61 prósent þeirra sem tóku afstöðu vildu sjá Viðreisn í nýrri ríkisstjórn og 54 prósent vildu sjá Samfylkinguna.
Aðrir flokkar sem bjóða fram njóta mun minni stuðnings til þess að taka sæti í stjórn. 30 prósent kjósenda vilja að Miðflokkur verði í næstu ríkisstjórn, 27 prósent vilja að Sjálfstæðisflokkurinn sé það og 26 prósent að Framsóknarflokkurinn sé í stjórn. Aðeins færri, eða 24 prósent vilja að Flokkur fólksins eigi aðild að næstu ríkisstjórn.
17 prósent vilja að Píratar séu þar og 15 prósent …
Athugasemdir (2)