Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Ólíkar kynslóðir mætast í Müllersæfingum

Á morgni hverj­um stund­ar fjöl­menn­ur hóp­ur fólks Müller­sæfing­ar á bökk­um Vest­ur­bæj­ar­laug­ar. Forsprakki hóps­ins er him­in­lif­andi með áhuga ungs fólks sem far­ið er að taka þátt í aukn­um mæli. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar slóst í hóp­inn.

Ólíkar kynslóðir mætast í Müllersæfingum
Leikfimi Dóri leiðir hóp fólks í gegnum æfingarútínu sína. Mynd: Golli

Klukkan er sjö um morgun og fólk tínist inn í anddyri Vesturbæjarlaugarinnar enn með stírur í augunum. Eftir hálftíma mun hópur fólks taka þátt í Müllersæfingum á sundlaugarbakkanum. Þetta gerist á sama tíma alla virka daga en að baki því er fjögurra áratuga hefð.

Vinir Dóra, rótgróinn hópur sem iðkar þessa leikfimi samviskusamlega, samanstendur mestmegnis af fólki sem komið er yfir miðjan aldur. Þó hefur talsvert af yngra fólki farið að láta á sér bera upp á síðkastið. Aðfarirnar eru leiddar áfram af mikilli innlifun af forystumanninum Dóra.

Lækkuðu meðalaldurinn

Í móttökunni skýrir Iðunn Gígja Kristjánsdóttir, sem er 24 ára, fyrir blaðamanni að hún hafi byrjað að mæta í sund á morgnana vegna þess að kærasti hennar og vinur hafi farið að stunda það. En upphaflega mættu þau alltaf í Vesturbæjarlaug klukkan átta. „Þetta fór að vinda upp á sig og fleiri fóru að mæta. Á einhverjum tímapunkti komst einhver …

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár