Sama dag og leyniupptökur fóru í dreifingu, þar sem samkomulagi Jóns Gunnarssonar við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra um útgáfu hvalveiðileyfa er lýst, tilkynnti Bjarni ráðuneytisstjóra í matvælaráðuneytinu að Jón ætti ekki að koma nálægt vinnu við eða útgáfu hvalveiðileyfa. Bjarni hefur hafnað því að hafa gert samkomulag við Jón.
Jón er nýskipaður aðstoðarmaður Bjarna í matvælaráðuneytinu. Þegar hann tók við stöðunni sagði hann sjálfur við fjölmiðla að eitt af þeim málum sem hann myndi skoða væru hvalveiðar.
Í viðtölum við fjölmiðla í gær sagði Bjarni við Morgunblaðið, það hafa verið „fyrir nokkru síðan“ sem hann hafi rætt við ráðuneytisstjórann „að það myndi ekki reyna á aðkomu Jóns í meðferð þessa máls“. Við Vísi sagðist hann ekki muna hvort það hafi verið í síðustu eða þarsíðustu viku.
Það var síðastliðinn fimmtudag, þann 7. nóvember, sem Bjarni beindi því til Bryndísar Hlöðversdóttur ráðuneytisstjóra …
Athugasemdir (11)