Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Sjúkir í barokk geta líka mætt

„Hljóm­ar tónlist öðru­vísi þeg­ar hún er sett í nýtt sam­hengi?“ spyrja að­stand­end­ur tón­list­ar­há­tíð­ar­inn­ar State of Art – Há­tíð­in fer fram hér og þar í Reykja­vík dag­ana 8.–13. októ­ber og meg­in­stef henn­ar er sam­tím­inn.

H

átíðin State of Art skartar óvenju skapandi dagskrá, mögnuðu tónlistarfólki og leik sem sprúðlar.

Á hátíðinni mun Bjarni Frímann Bjarnason flytja flygil inn á bifreiðaverkstæðið Highland Trucks á Smiðjuvegi 4a og spila þar einleikskonsert fyrir píanó. Hann hefur verið staðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, tónlistarstjóri Íslensku óperunnar og væflast um veröldina með Björk sem hljómsveitarstjóri en er nú listrænn stjórnandi hjá Bit20 hljómsveitinni í Bergen.

Stofnaði bara hátíð með strákunum

Eitthvað við þennan strákslega píanóleikara tendrar hughrif við bókartitil Charles Bukowski: Play the piano drunk like a percussion instrument until the fingers begin to bleed a bit.

Raunar á það við um hina aðstandendur hátíðarinnar líka og hátíðina sem slíka. Þeir tala eins og ólgandi djassspuni spurðir um hátíðina og Bjarni segir: „Við vorum upphaflega að tala um að skipuleggja einn eða tvo tónleika í litlum sal. Vorum með hugmyndir um [hljóðgervil] sem Maggi keypti. Að leiða saman ólíkt …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár