Hefðbundnir mið-hægri flokkar víða um Evrópu, sem gjarnan eru málsvarar borgaralegra áherslna, aðhalds í ríkisrekstri, viðskiptafrelsis, kristilegra gilda og vestrænnar alþjóðasamvinnu, hafa litið bjartari daga. Dæmin eru mýmörg um dvínandi fylgi flokka af þessu tagi, flokka sem jafnvel hafa verið kjölfesta í stjórnmálalandslaginu áratugum saman, ýmist sem ráðandi valdaflokkar eða áhrifamestu stjórnarandstöðuflokkarnir í hverju landi fyrir sig.
Ísland er ekkert eyland í þessum efnum. Hérlendis höfum við Sjálfstæðisflokkinn, sem nýlega mældist með 13,9 prósenta fylgi í skoðanakönnun á landsvísu og virðist helst vera að missa fylgi sitt til Miðflokksins, sem þrátt fyrir miðsækið nafnið virðist vera að ná betur til sumra þeirra kjósenda sem hingað til hafa skilgreint sig í hægri armi hins breiða faðms Sjálfstæðisflokksins, sem á gullaldarskeiði flokksins náði reglulega yfir 40 prósent kjósenda á landsvísu, í mun fábrotnara stjórnmálalandslagi.
Rúsínur Miðflokksins og klemma Sjálfstæðisflokksins
Vandræði Sjálfstæðisflokksins hafa verið ofarlega á baugi umræðunnar upp á síðkastið og sitt …
Athugasemdir (1)