Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
20 milljarðar frá ríkinu í reksturinn Íslenska ríkið hefur greitt tæplega 20 milljarða króna inn í rekstur hjúkrunarheimilisins Sóltúns frá árinu 2009. Stærstu eigendurnir eru Þórir Kjartansson og Arnar Þórisson sem hafa tekið vel á þriðja milljarð út úr fyrirtækinu með því að lækka hlutafé þess. Halla Thoroddsen er forstjóri Sóltúns. Mynd: Samsett / Heimildin

Einkarekna hjúkrunarheimilið Sóltún fékk tæplega 20 milljarða króna greiðslur frá íslenska ríkinu á árunum 2009 til 2022. Um er að ræða greiðslu daggjalda til Sóltúns vegna sjúkratryggðra einstaklinga sem búið hafa á hjúkrunarheimilinu á umræddu tímabili. 

Greiðslurnar frá ríkinu eru langstærsti hluti tekna Sóltúns en íbúar hjúkrunarheimilisins greiða einnig aukalega til fyrirtækisins í sumum tilfellum. Umræddar greiðslur til Sóltúns, eða móðurfélags þess, Öldungs ehf., koma fram í ríkisreikningum áranna 2009 til 2022 og sendi heilbrigðisráðuneytið Heimildinni upplýsingar um þær að beiðni blaðsins.

Um fjármögnun Sóltúns segir í ársreikningi félagsins: „Öldungur hf. rekur hjúkrunarheimilið Sóltún samkvæmt þjónustusamningi við ríkið og byggir rekstur félagsins á daggjöldum og öðrum framlögum frá Sjúkratryggingum Íslands.

„Ég er ekki tilbúinn til þess að tjá mig um þetta að svo stöddu.“
Jóhann Óli Guðmundsson,
stofnandi Sóltúns um sölu hjúkrunarheimilisins árið 2009

Kaupverðið hefur aldrei verið gefið upp

Stærstu hluthafar Sóltúns, þeir Þórir Kjartansson og Arnar Þórisson, …

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Fólkið sem eyðir atkvæði sínu á framsóknarflokkinn ?
    Veit þetta fólk að framsóknarflokknum er alveg sama um sjúklinga og gamalt fólk ?
    Eina sem framsóknarflokkurinn vill er að einkavinavæða allt heilbrigðiskerfið og búa til ,,aumingja kerfi" fyrir sjúkt og gamalt fólk á Íslandi ?
    Munið það í næstu kosningum að framsóknarflokkurinn er versti óvinur með sjálfstæðisflokknum í stjórn ?
    2
  • Kristín Guðnadóttir skrifaði
    Sorgarsaga Sóltúns, ein og sér, ætti að vera nóg tilefni til uppreisnar. Einkavæðing velferðarkerfa samfélagsins er glæpur. Viðurstyggilegur glæpur. Glæpamennirnir, innan sem utan stjórnkerfis, skáka í skjóli þess að almenningur sé of upptekinn af að hafa til hnífs og skeiðar, og/eða í símanum, til að draga þá til ábyrgðar. En það er blekking.
    6
  • BGH
    Bardur G Halldorsson skrifaði
    Allt í boði Bjarna og Sjálfstæðisflokksins. Þeir eru eins og allir vita beztu vinir gamla fólksins og einkavinir smælingja!
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Íslenska útrásin í bresku elliheimilin
Úttekt

Ís­lenska út­rás­in í bresku elli­heim­il­in

Fjár­festa­hóp­ur sem Kvika setti sam­an hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið eig­andi breskra elli­heim­ila. For­svars­menn elli­heim­il­is­ins hafa kom­ið hing­að til lands til að mæla fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu í vel­ferð­ar­þjón­ustu á Ís­landi. Kvika sjálf, og þar með ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, er hlut­hafi í elli­heim­il­un­um sem skil­uðu arð­semi um­fram vænt­ing­ar á síð­asta ári.
Spyr ráðherra um eftirlit Sjúkratrygginga með einkarekstri í heilbrigðiskerfinu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Spyr ráð­herra um eft­ir­lit Sjúkra­trygg­inga með einka­rekstri í heil­brigðis­kerf­inu

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur stað­ið fyr­ir stór­auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu frá því að hann tók við starf­inu. Eft­ir­lit með þeim fjár­mun­um sem fara frá rík­inu til einka­að­ila hef­ur sam­hliða því ekki ver­ið auk­ið. Will­um Þór svar­aði spurn­ing­um um með­al ann­ars á Al­þingi um miðj­an mán­uð­inn.
Sjúkratryggingar kanna gagnrýni lækna á útvistun aðgerða
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Sjúkra­trygg­ing­ar kanna gagn­rýni lækna á út­vist­un að­gerða

Rík­is­stofn­un­in Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands seg­ist ætla að kanna þá gagn­rýni sem kom­ið hef­ur fram frá lækn­um á Land­spít­al­an­um á út­vist­un á að­gerð­um gegn legs­límuflakki. Sjúkra­trygg­ing­ar segja að heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið telji að þörf sé á að út­vista að­gerð­un­um jafn­vel þó lækn­ar á Land­spít­al­an­um segi að svo sé ekki.
Aðgerðir einkavæddar til Klíníkurinnar að ástæðulausu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­gerð­ir einka­vædd­ar til Klíník­ur­inn­ar að ástæðu­lausu

Eng­ir bið­list­ar eru eft­ir að­gerð­um gegn en­dómetríósu á Land­spít­al­an­um en þrátt fyr­ir það ætla Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands að einka­væða slík­ar að­gerð­ir með samn­ingi til fimm ára. Kven­sjúk­dóma­lækn­ar á Land­spít­al­an­um eru ósátt­ir við þetta og segja út­vist­un­ina óþarfa og lýsa yf­ir áhyggj­um af þró­un­inni.
Lóð keypt af hjúkrunarheimilinu fyrir fimmtung af því sem hún seldist á
Viðskipti

Lóð keypt af hjúkr­un­ar­heim­il­inu fyr­ir fimmt­ung af því sem hún seld­ist á

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún var not­að til að veita dótt­ur­fé­lagi þess selj­endalán ár­ið 2014 til að kaupa lóð af því. Verð­ið sem hjúkr­un­ar­heim­il­ið seldi lóð­ina á nam ein­ung­is tæp­lega 1/5 hluta af því sem lóð­in var á end­an­um seld á ár­ið 2022. Með þessu móti mynd­að­ist hagn­að­ur­inn af sölu lóð­ar­inn­ar í öðru fé­lagi en hjúkr­un­ar­heim­il­inu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu