Þremur vikum áður en þessi saga gerist – saga sem vel að merkja er um það bil að hálfu leyti sönn – var lokið við smíði sorptunnugeymslu fyrir framan nokkuð nýlega íbúðablokk í þeim hluta Reykjavíkur sem jafnan er kallaður Austurbærinn. Hverfið er þó ekki austar en svo að það liggur vestanmegin við miðsvæði borgarinnar. Sorptunnugeymslan er aftur á móti norðanmegin við blokkina, en ekki endilega fyrir framan hana; hún er allt eins fyrir aftan – fer eftir hvernig litið er á það. Geymslan er þó, eins og áður sagði, fyrir utan húsið; og tunnurnar fyrir innan ekki að fullu varðar fyrir veðri og vindum, því veggir hennar, sem byggðir eru úr tré, hleypa í gegnum sig lofti og vatni – þessu má jafnvel líkja við búr, nema að rimlarnir eru ekki úr málmi. Þetta er fremur fallegt mannvirki, þótt það sem það hýsi sé ef til vill ekkert til …
Rithöfundurinn Bragi Ólafsson frumbirtir á menningarsíðum Heimildarinnar nýja smásögu til að njóta með páskaeggjunum. Góð saga gerir allt skemmtilegra og það vissi Ernest Hemingway sem var bæði með bar og bókaskáp á klósettinu. Gleðilega páska!
Athugasemdir