Voru orðin lífsreynd og tilbúin fyrir betra líf saman
Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Voru orðin lífsreynd og tilbúin fyrir betra líf saman

Bárð­ur Sig­ur­geirs­son húð­lækn­ir er 68 ára gam­all en gleym­ir sér við leik og gleði, ásamt eig­in­kon­unni Lindu Björgu Árna­dótt­ur. Fimmtán ára ald­urs­mun­ur er á þeim hjón­um, sem kynnt­ust á Tind­er fyr­ir sjö ár­um síð­an.

Bárður Sigurgeirsson húðlæknir var þriggja barna faðir og hafði gengið í gegnum mikla erfiðleika þegar hann kynntist Lindu Björgu Árnadóttur á Tinder fyrir sjö árum síðan. Dóttir hans lést síðan fyrir þremur árum. Linda er þriggja barna móðir. Fimmtán ára aldursmunur er á hjónunum en þau segja að það hafi aldrei truflað eða haft áhrif.

„Við hittumst fljótlega eftir að við fórum að tala saman á Tinder,“ segir Bárður. „Ég vildi endilega hitta hana og ég var mjög glaður þegar ég hitti hana í fyrsta skipti. Ég held að hún hafi ekki orðið eins glöð og ég. Það tók mig smátíma að vinna hjarta hennar ef maður getur þannig að orði komist.“

Hann viðurkennir að hafa fallið strax fyrir henni.

„Mér fannst hún vera falleg, skemmtileg og klár. Við áttum afskaplega góð samtöl. Þetta tók mig tíma en hún gaf mér séns. Ég er mjög þakklátur fyrir það. Það var …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár