Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Helmingi færri flóttamenn og ný spá gerir ráð fyrir 6,2 milljarða lægri kostnaði

Mik­il breyt­ing hef­ur orð­ið á fjölda þeirra sem sækja um vernd hér­lend­is á síð­ustu mán­uð­um. Þeim hef­ur fækk­að hratt og ný spá fé­lags- og vinnu­mála­ráðu­neyt­is­ins ger­ir ráð fyr­ir að um­sókn­um geti fækk­að um rúm­an helm­ing milli ára. Það myndi lækka kostn­að­inn vegna þjón­ustu við flótta­fólk um marga millj­arða.

Helmingi færri flóttamenn og ný spá gerir ráð fyrir 6,2 milljarða lægri kostnaði
Ráðherra Minnisblaðið þar sem nýjar tölur um áætlaðan kostnað vegna þjónustu við flóttafólk eru lagðar fram var unnið í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, sem stýrt er af Guðmundi Inga Guðbrandssyni. Mynd: Vinstri græn

Umsóknir um vernd á Íslandi drógust saman um 56 prósent á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2024 miðað við sama tímabil í fyrra. Umsóknir í janúar og febrúar í ár voru 410 en í sömu mánuðum 2023 voru þær 925. Í minnisblaðið sem félags- og vinnumarkaðsráðuneytið tók saman vegna fundar fjárlaganefndar í dag  kemur fram að ef þessi þróun haldi áfram á þessu ári, og dreifing umsókna verður í takt við árið 2023, þá megi gera ráð fyrir að fjöldi umsókna um vernd verði á bilinu 2.000 til 2.500. Ef fjöldinn verður í neðri mörkum þess bils mun umsóknum fækka um rúmlega helming milli ára og ef hann verður í efri mörkunum mun fækkunin nema um 40 prósentum. 

Gangi þetta eftir mun kostnaður hins opinbera vegna þjónustu við umsækjendur um vernd dragast verulega saman frá því sem áður var spáð. …

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár