Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

„Norðurlönd eru ekki það sama og Norðurlönd“

Þar sem Norð­ur­lönd­in fást við út­lend­inga­mál með ólík­um hætti þurfa gögn sem sýna mun­inn á fram­kvæmd­inni að koma fram við með­ferð út­lend­inga­frum­varps­ins í þing­nefnd, að mati þing­flokks­for­manns VG. „Þau virð­ast sum hver hafa náð ágæt­um ár­angri en sum ekki,“ seg­ir hann.

Frekari gögn þurfa að koma fram í meðferð útlendingafrumvarps Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra í allsherjar- og menntamálanefnd, að mati þingflokks Vinstri grænna. Formaður þingflokksins, Orri Páll Jóhannsson, greindi frá því á þingfundi nýverið að flokkurinn hefði afgreitt frumvarpið með fyrirvörum.

Orri Páll segir í samtali við Heimildina að þar sem ætlunin sé að stilla löggjöfina í átt að Norðurlöndunum, sem fást við útlendingamál með misjöfnum hætti, þurfi gögn sem eru til og bera saman aðferðir Norðurlandanna að fylgja frumvarpinu. 

„Norðurlönd eru ekki það sama og Norðurlönd,“ segir Orri Páll og vísar til þess að framkvæmdin sé ekki sú sama hjá öllum Norðurlandaþjóðunum. 

„Þau virðast sum hver hafa náð ágætum árangri en sum ekki. Við höfum fulla ástæðu til þess að varast það sem kannski hefur ekki farið eins vel en viljum líka taka upp það sem hefur reynst vel,“ segir Orri Páll og nefnir sérstaklega Noreg í þessu samhengi. „Svo virðist …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HS
    Hjalti Sæmundsson skrifaði
    Gerið okkur nú þann greiða að setja saman eins góðan og greinargóðan samanburð reglna vegna útlendingamála sem gilda á norðurlöndunum. Umræðan kemur að litlu gagni til skilnings á málefninu.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár