Frekari gögn þurfa að koma fram í meðferð útlendingafrumvarps Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra í allsherjar- og menntamálanefnd, að mati þingflokks Vinstri grænna. Formaður þingflokksins, Orri Páll Jóhannsson, greindi frá því á þingfundi nýverið að flokkurinn hefði afgreitt frumvarpið með fyrirvörum.
Orri Páll segir í samtali við Heimildina að þar sem ætlunin sé að stilla löggjöfina í átt að Norðurlöndunum, sem fást við útlendingamál með misjöfnum hætti, þurfi gögn sem eru til og bera saman aðferðir Norðurlandanna að fylgja frumvarpinu.
„Norðurlönd eru ekki það sama og Norðurlönd,“ segir Orri Páll og vísar til þess að framkvæmdin sé ekki sú sama hjá öllum Norðurlandaþjóðunum.
„Þau virðast sum hver hafa náð ágætum árangri en sum ekki. Við höfum fulla ástæðu til þess að varast það sem kannski hefur ekki farið eins vel en viljum líka taka upp það sem hefur reynst vel,“ segir Orri Páll og nefnir sérstaklega Noreg í þessu samhengi. „Svo virðist …
Athugasemdir (1)