Vertu „jáhrifavaldur“ í eigin lífi
Jáhrifavaldur Erla Guðmundsdóttir, íþróttafræðingur og -kennari, heilsumarkþjálfi og ungbarnasundkennari, hefur unun að því að aðstoða fólk við að finna heilsurækt við hæfi. Mynd: Golli
Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vertu „jáhrifavaldur“ í eigin lífi

Nær all­ar lífs­ákvarð­an­ir hafa áhrif á heils­una. Erla Guð­munds­dótt­ir íþrótta­fræð­ing­ur hvet­ur fólk til að vera já­hrifa­vald­ur í eig­in lífi (já, já­hrifa­vald­ur, ekki áhrifa­vald­ur) með því að taka ákvarð­an­ir sem hafa já­kvæð áhrif á heils­una. Ein slík, að fagna 365 hreyfi­dög­um í Himna­stig­an­um í Kópa­vogi, hafa eflt heilsu Erlu og haft hvetj­andi áhrif á aðra.

Fyrir tveimur árum setti Erla Guðmundsdóttir, íþróttafræðingur, íþróttakennari, heilsumarkþjálfi og ungbarnasundkennari með meiru, sér markmið að hreyfa sig daglega, allt árið. Það tókst næstum því, það vantaði tvo daga upp á. „Þannig 2. janúar 2023 var hreyfidagur númer 365 og ég var að fagna því og ætlaði bara að hafa þetta lítinn viðburð, þetta átti ekki að vera eitthvað risastórt en mig langaði að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Erla, sem ákvað að fagna áfanganum með því að bjóða vinum og vandamönnum í Himnastigann; 207 þrepa tröppustíg sem liggur upp úr Kópavogsdal og upp á Digranesheiði með 52 metra hækkun. 

„Ég bý rétt hjá Himnastiganum og hann er svo frábært tól, þetta er svo góð hreyfing og aðgengileg. Það geta allir farið á sínum hraða. Þú getur stoppað eins oft og þú vilt, skoðað útsýnið og haldið svo áfram.“ Erla bauð fólki að ganga með sér Himnastigann 365 sinnum, einn …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár