Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Snúum ekki öll til baka – það er öruggt

Pálmi Ing­ólfs­son, fyrr­ver­andi skóla­stjóri og bæj­ar­full­trúi, var einn þeirra Grind­vík­inga sem kvaddi sér hljóðs á borg­ar­a­fund­in­um sem efnt var til í vik­unni. Þar vakti hann at­hygli á því í hvaða stöðu þeir fast­eigna­eig­end­ur eru sem hefðu strax í nóv­em­ber set­ið uppi með ónýt hús. Reynsl­an sé ekki í sam­ræmi við rétt þeirra og yf­ir­lýs­ing­ar stjórn­valda um skjót við­brögð.

Pálmi Ingólfsson, fyrrverandi skólastjóri og bæjarfulltrúi, var einn þeirra Grindvíkinga sem kvaddi sér hljóðs á borgarafundinum sem efnt var til í vikunni. Þar vakti hann athygli á því í hvaða stöðu þeir fasteignaeigendur eru sem hefðu strax í nóvember setið uppi með ónýt hús. Reynsla þeirra af því að fá tjón sín bætt í samræmi við rétt þeirra og yfirlýsingar stjórnvalda um skjót viðbrögð, væri önnur og verri. Hann óttaðist að úr því þau mál væru enn óútkljáð, yrði bið þeirra hundraða sem fyrirsjáanlega yrði í sömu stöðu, enn lengri. 

Pálmi settist niður með blaðamanni Heimildarinnar að loknum fundinum og samþykkti að fara yfir reynslu sína. Hann segir það hafa verið vonbrigði að sjá og heyra forsvarsmenn og ráðherra ríkisstjórnarinnar tala á borgarafundinum eins og veruleikinn væri allt annar en blasti við Grindvíkingum og sérfræðingum sem töluðu á fundinum. Stjórnvöld væru í raun að halda á lofti von sem væri …

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár