Þjóðarhöllin á að kosta 15 milljarða og verða tilbúin 2026
Enn ein undirritunin Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu samkomulagið í gær.
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Þjóðarhöllin á að kosta 15 milljarða og verða tilbúin 2026

Rík­is­sjóð­ur mun greiða 8,25 millj­arða króna og Reykja­vík­ur­borg 6,75 millj­arða króna í stofn­fram­lag vegna bygg­ing­ar Þjóð­har­hall­ar í Laug­ar­dal. Fjöldi þeirra tíma sem íþrótta­fé­lög­in Þrótt­ur og Ár­mann fá mun rúm­lega tvö­fald­ast með til­komu henn­ar og sér­stakt bók­un­ar­kerfi á að tryggja að fé­lög­in verði ekki víkj­andi við nýt­ingu hall­ar­inn­ar.

Ný Þjóðarhöll í Laugardal á að vera tilbúið haustið 2026 og hún mun kosta allt að 15 milljarða króna. Íslenska ríkið mun greiða 8,25 milljarða króna og Reykjavíkurborg 6,75 milljarða króna í stofnframlag. 

Þetta kemur fram í kynningu á framkvæmdinni sem Heimildin hefur undir höndum. 

Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson, sem verður borgarstjóri þangað til í næstu viku, skrifuðu undir samkomulag um stofnun félags um framkvæmdina í gær. 

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar hafa viðræður um kostnaðarskiptingu við uppbyggingu og rekstur Þjóðarhallar milli ríkis og Reykjavíkurborgar verið á lokametrunum frá því snemma síðasta haust, og til stóð að undirrita samkomulagið í október síðastliðnum. Það frestaðist en undirritunin var fyrirhuguð í sömu viku og Bjarni Benediktsson sagði af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra. 

Undirritun samkomulagsins í gær gerðist tveimur dögum áður en íslenska handboltalandsliðið hefur leik á EM …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • jon petur kristjansson skrifaði
    Svona miklir peningar til og Landspítalinn á götunni og Heilbrigðiskerfið í molum ! er búið að setja bráðabirgðalög á lífeyrissjóðina varðandi Grindavík og er búið að festa krónuna við sterkan gjaldmiðil, er komið leiguþak og er verið að byggja nóg af íbúðum og skipa Seðlabankanum að lækka vexti þar að lútandi ? NEIBB ÞETTA ER VINSÆLDA-SÝNING og þetta fólk þarf að kjósa burt ! 30 þúsund barnafjölskyldur og eldra fólk í vandræðum um Jólin !! Þrem vikum seinna er sýning sett í gang og löngutöng rekin framan í nefið á þjóðinni !
    1
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Dagar Colosseum eru löngu liðnir en sagan endurtekur sig.
    Líklegt að framlag Reykjavíkur verði í öðru en peningum ef
    ég þekki þá rétt.
    Það er ekki að sjá að félögin sem koma til með að nýta húsið
    leggi neitt fram. Þau hafa komist upp með að eyða öllu sínu
    sjálfsaflafé í ferða-og mótakostnað. Börn eru látin greiða
    himinhá æfingagjöld sem fara að mestu í rekstur efstu deild-
    anna.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár