Rúmlega 15 ára saga Skeljungsmálsins sem endaði með niðurfellingu
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Rúmlega 15 ára saga Skeljungsmálsins sem endaði með niðurfellingu

Ís­lands­banki grun­aði fyrr­ver­andi starfs­menn sína um að hafa gert sam­komu­lag á ár­un­um 2008 og 2009 sem gerði þá æv­in­týra­lega ríka gegn því að vinna gegn hags­mun­um bank­ans í við­skipt­um með hluti í Skelj­ungi. Mál­ið var kært til hér­aðssak­sókn­ara sumar­ið 2016 og tveim­ur ár­um síð­ar var fólk hand­tek­ið ásamt því að hús­leit­ir áttu sér stað. Í síð­ustu viku, rúm­um 15 ár­um eft­ir upp­haf máls­ins, tæp­um átta ár­um eft­ir að það var kært og tæp­um sex ár­um eft­ir hand­tök­urn­ar, var mál­ið fellt nið­ur. Eng­inn verð­ur ákærð­ur.

Fyrir helgi staðfesti embætti héraðssaksóknara að það hefði ákveðið að fella niður hið svokallaða Skeljungsmál. Það þýðir að enginn þeirra einstaklinga sem lágu undir grun í málinu, og hafa verið til formlegrar rannsóknar síðan sumarið 2016, verða ákærð í málinu. 

Ýmislegt sker sig úr í þessu máli. Rætur þess liggja til sumarsins 2008, og eru því rúmlega 15 ára gamlar. Fólkið sem var til rannsóknar eru allt fyrirferðamiklir fjárfestar í íslensku viðskiptalífi sem sitja meðal annars í stjórnum skráðra félaga. 

Rannsóknin teygði sig til annarra landa og henni lauk fyrir um tveimur árum síðan. Frá þeim tíma hefur ákvörðun um það hvort ákæra eigi í málinu eða ekki legið inni hjá saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara, sem Ólafur Þór Hauksson stýrir. 

Hann staðfesti, líkt og áður sagði, við fjölmiðla í síðustu viku að það verði ekki ákært í málinu. Í tilkynningu frá tveimur þeirra einstaklinga sem fengu stöðu sakbornings í málinu, …

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár