Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

ÍL-sjóður „eitt brýnasta viðfangsefnið í ríkisfjármálum næstu misseri“

Enn ein til­raun­in til að leysa þá stöðu sem er uppi varð­andi ÍL-sjóð stend­ur nú yf­ir með fram­lagn­ingu nýrra frum­varps­draga. Að óbreyttu munu um 200 millj­arð­ar króna hið minnsta á nú­virði falla á kom­andi kyn­slóð­ir vegna máls­ins, sem á ræt­ur sín­ar að rekja í póli­tísk­um ákvörð­un­um þeirra sem stýrðu land­inu ár­ið 2004. Sá kostn­að­ur er meiri en rík­is­ábyrgð vegna Ices­a­ve-samn­ing­anna hefði kostað rík­is­sjóð.

ÍL-sjóður „eitt brýnasta viðfangsefnið í ríkisfjármálum næstu misseri“
Eitt stærsta úrlausnarefnið Það fellur í skaut Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, nýs fjármála- og efnahagsráðherra, að reyna að finna lausn á þeirri flóknu stöðu sem uppi er í ÍL-sjóðsmálinu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur lagt fram drög að frumvarpi sem, á almennan hátt, á að innleiða í lög reglur um hvernig megi ljúka megi tilvist tiltekinna ógjaldfærra opinberra aðila með slitum sem um margt svipar til gjaldþrotaskipta. Þótt umræddar reglur eigi að vera almennar þá er ljóst að kveikjan að gerð frumvarpsins er bara ein: fjárhagsvandi ÍL-sjóðs. 

Sá vandi, sem gæti skilað ríkissjóði allt að 450 milljarða króna tapi árið 2044 (200 milljarðar króna á núvirði) verði ekkert að gert, á rætur sínar að rekja til pólitískra ákvarðana sem teknar voru árið 2004. 

Til að setja þessar tölur í samhengi má nefna að samkvæmt útreikningum Hersis Sigurgeirssonar, prófessors í fjármálum við Háskóla Íslands, á hvað Icesave-samningarnir hefðu kostað ríkissjóð þá reiknaði hann sig niður á að kostnaður skattgreiðenda vegna Icesave I og II hefði orðið 140 milljarðar króna á verðlagi ársins 2016, eða um 190 milljarðar króna á …

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Þetta væri auðvitað ekkert annað en eignaupptaka.

    Það er augljóst að Sjálfstæðisflokkurinn stendur á bak við þetta. Í stað þess að hækka skatta á stóreignamenn og fyrirtæki eiga lífeyrisþegar framtíðarinnar, þeas komandi kynslóðir, að taka skellinn. Stóreignamenn og fyrirtæki eru hins vegar ekki komandi kynslóðir. Ef þetta sleppur gegnum íslenskt dómskerfi mun Mannréttindadómstóll Evrópu hafna slíkri eignaupptöku.

    Ef lánskjörum yrði breytt með þessum hætti eftir á er ljóst að lánskjör ríkisins munu versna mikið.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár