Heimsókn Tatiönu var skipulögð í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá því að kennsla í arkitektúr hófst hérlendis og þess að fyrr í ár luku nemendur í fyrsta sinn fullnaðarnámi í arkitektúr hérlendis, í kjölfar þess að haustið 2021 hófst kennsla í arkitektúr á meistarastigi við Listaháskóla Íslands.
Það var að frumkvæði Sigríðar Maack, formanns Arkitektafélags Íslands, sem hitti Tatiönu í Kaupmannahöfn og falaðist eftir því að hún kæmi til Íslands, að Tatiana kom til landsins.
Fyrirlestur Tatiönu í Grósku og vikulöng vinnustofa hennar með öllum nemendum arkitektúrdeildarinnar var gjöf Arkitektafélagsins til Listaháskólans og nemenda í arkitektúr í tilefni þessa mikilvæga áfanga í arkitektúrmenntun hérlendis. Listaháskóli Íslands, Reykjavíkurborg, Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir, Fræðagarður, ræðismaður Mexíkó á Íslandi og um fimmtíu íslenskar arkitektastofur lögðu hönd á plóg með Arkitektafélaginu til þess að gera heimsókn Tatiönu að veruleika en vikulöng vinnustofa allra nemenda í arkitektúr fór fram undir leiðsögn hennar með aðstoð kennara …
Athugasemdir