Menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, er metnaðarfullur ráðherra og drífandi. Á undanförnum misserum, eða frá því hún settist fyrst í ráðherrastól, hefur hún látið til sín taka. Ráðuneyti hennar hafa m.a. lagt fram stefnur á sviði mennta- og menningarmála, og á síðasta þingi var samþykkt myndlistarstefna þar sem sett eru fram háleit markmið fyrir Listasafn Íslands. Það er ekki auðvelt fyrir myndlistarvettvanginn þegar fram stígur ráðherra sem sýnir honum athygli að koma fram með gagnrýni. Málaflokkurinn er viðkvæmur og þarf á stuðningi stjórnmálamanna að halda. Samt á það alltaf við að ráðherrar þurfa aðhald og það virðist eiga sérstaklega við um Lilju Dögg Alfreðsdóttur.
Augljós kostur myndlistarstefnunnar og aðgerðaáætlunarinnar sem henni fylgir er að kjósendur geta kynnt sér stefnu ráðherra í málaflokknum. Aðgerðaáætlunin er mikilvægt plagg sem upplýsir kjósendur um það hvernig markmið stefnunnar eiga að nást. Í þessu felst gagnsæi svo langt sem það nær, en það virðist eiga sérstaklega …
Athugasemdir (1)