Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sjö þúsund heimili fengu 1,1 milljarð í vaxtabætur sem allt stefndi í að myndu ekki fá þær

Ís­lensk stjórn­völd hafa skipt um hús­næð­isstuðn­ings­kerfi á und­an­förn­um ára­tug. Stuðn­ing­ur­inn hef­ur ver­ið færð­ur úr kerfi sem miðl­ar hon­um fyrst og síð­ast til lægri tekju­hópa yf­ir í kerfi sem læt­ur hann að uppi­stöðu renna til þriggja efstu tekju­hóp­anna. Breyt­ing sem gerð var und­ir lok síð­asta árs skil­aði sér að mestu til milli­tekju­fólks.

Sjö þúsund heimili fengu 1,1 milljarð í vaxtabætur sem allt stefndi í að myndu ekki fá þær
Breytingartillaga Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, var fyrsti flutningsmaður breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið sem gerði það að verkum að vaxtabætur voru hækkaðar. Meðflutningsfólk hans kom úr stjórnarandstöðunni. Mynd: Hari

Ákvörðun Alþingis um að hækka eignaskerðingarmörk vaxtabóta um 50 prósent frá 1. janúar síðastliðnum gerði það að verkum að 6.912 heimili fengu vaxtabætur í ár sem hefðu annars ekki fengið þær. 

Þungi hins aukna stuðnings rann til millitekjufólks sem á húsnæði en þau 20 prósent heimila sem eru með hæstu tekjurnar fengu einungis 3,3 prósent hans. Þá skilaði stuðningurinn sér mest til yngri húsnæðiseigenda. „Aldurshópurinn 26 til 35 ára fékk 46,7 prósent af auknum stuðningi og alls fengu fyrstu þrír aldurshóparnir 78,7 prósent af honum.

Meðalábati þeirra sem fengu vaxtabætur vegna hækkunar neðri marka eignaskerðingarmarka nam 106 þúsund krónum og meðalábati þeirra sem nutu hækkunar vegna efri marka eignaskerðingar nam 95 þúsund krónum. Kostnaður ríkissjóðs vegna breytinganna er áætlaður 1.154 milljónir króna. 

Þetta kemur fram í endurskoðuðu svari Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um málið. 

Svarið birtist fyrst á vef Alþingis 8. …

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár