Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

„Samherji hefur verið stolt Akureyrar og Norðurlands þar til nýverið“

Birg­ir Snæ­björn Birg­is­son mynd­list­ar­mað­ur opn­ar sýn­ingu um Sam­herja á Dal­vík. Hann seg­ir að með verk­inu vilji hann eiga í sam­tali við Norð­lend­inga um Sam­herja og þær snúnu til­finn­ing­ar sem fólk ber í brjósti í garð fyr­ir­tæk­is­ins.

„Ég er Akureyringur og er alinn upp við Samherja. Og ekki bara það, heldur þekki ég marga og tengist mörgum sem vinna hjá þeim. Það sem gerir þetta pínu snúið er að þetta fyrirtæki var svo mikið stolt okkar og ætti að vera enn. En þetta er auðvitað umdeilanlegt í ljósi stöðunnar,“ segir Birgir Snæbjörn Birgisson myndlistarmaður sem opnar sýningu með málverkum af togurum Samherja, heimaflotanum eins og hann kallar þau, í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík þann 23. september.

Um er að ræða átta myndir, verkaröð, sem Birgir Snæbjörn kallar „Stolt“. Verkið var hluti af stórri einkasýningu sem Birgir Snæbjörn hélt í Listasafni Íslands í Reykjavík í fyrra sem hét „Í hálfum hljóðum“. Samherji rekur stórt frystihús á Dalvík og er stærsti atvinnurekandinn í sveitarfélaginu. Útgerðin tengist bænum því sterkum böndum og fjármagnar meðal annars stóran hluta af Fiskideginum mikla sem haldinn er þar árlega. 

Sýningarstjóri Bergs, Ragnhildur Weisshappel, segir …

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár