„Það er mikilvægt, óháð virkjanaframkvæmdum, að það sé haldið áfram að efla innviðina á Vestfjörðum,“ segir Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri í samtali við Heimildina. Þótt mikið hafi áunnist búi svæðið enn við lakara orkuöryggi en flestir landshlutar. Aðeins ein hálfrar aldar gömul meginflutningslína liggur inn á Vestfirði og þótt forsvarsmenn Orkubús Vestfjarða séu „auðvitað ekki mótfallnir því“ að hún verði styrkt eða tvöfölduð, líkt og Elías Jónatansson orkubússtjóri orðaði það við Heimildina nýverið, telja þeir lausnina fremur felast í því að byggja fleiri virkjanir á Vestfjörðum.
Halla Hrund bendir á að annar kosturinn þurfi ekki að útiloka hinn. En, „ef afhendingaröryggi er ekki bætt með framleiðslu á svæðinu mun það þrýsta á öflugri tengingar við meginflutningskerfið. Ef ný orkuvinnsla verður á svæðinu getur það seinkað eða dregið úr þörf fyrir sterkari tengingar.“
Flutningslínur séu „lífæðarnar“ í raforkukerfinu, losa þurfi „kransæðastíflur“ svo …
Athugasemdir