Þrátt fyrir að Mars M. Proppé búi á því landi sem talið er hvað öruggast fyrir trans fólk er hán hrætt. Hrætt við að mæta enn eina ferðina óviðeigandi spurningum um líkama sinn, þurfa aftur og aftur að svara fyrir tilvist sína, eða jafnvel verða fyrir líkamsmeiðingum. Óttinn er nýtilkominn og sprottinn úr þeirri andúð sem magnast hefur gegn hinsegin fólki á síðastliðinni viku, eftir að miklar umræður fóru af stað um kynfræðslu og hinsegin fræðslu í grunnskólum landsins. Fræðsluefni sem er ótengt en hefur verið blandað saman í umræðunni.
Andúð gegn hinsegin fólki hefur jafnframt færst í auknum mæli af internetinu og yfir í raunheim, eins og aukinn fjöldi tilkynninga til Samtakanna '78 um líkamsmeiðingar og hatursorðræðu í kringum Hinsegin daga gefa til kynna, sem og heimsókn Samtakanna 22 – sem hafa m.a. gagnrýnt fræðslu fyrir grunnskólanemendur um trans börn – í Langholtsskóla í síðustu viku. Fulltrúar Samtakanna 22 …
Athugasemdir (2)