Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

„Kynvillingarnir fengu það óþvegið“

Ein­ar Þór Jóns­son seg­ist hafa sterkt á til­finn­ing­unni að homm­a­fóbía sé kraum­andi und­ir niðri í sam­fé­lag­inu. Sam­taka­mátt­ur­inn sé mik­il­væg­asta vopn­ið í bar­áttu gegn hat­ursorð­ræðu. Ekki megi gera ráð fyr­ir að hún líði sjálf­krafa hjá. „Reið­in, hún get­ur ver­ið hættu­leg.“

„Kynvillingarnir fengu það óþvegið“

Einar Þór Jónsson var einn sá fyrsti sem sagði frá því opinberlega að hann væri HIV-jákvæður. Einar Þór var í fyrra sæmdur heiðursmerki Samtakanna ´78 fyrir baráttu sína í þágu réttinda hinsegin fólks og þá sérstaklega þeirra sem eru HIV-jákvæðir.

Í samtali við Heimildina segir Einar Þór að umræða síðustu daga veki óþægilegar minningar. Það sé sárt að verða vitni að því að enn ríki fordómar í garð hinsegin fólks í samfélaginu. Stóri munurinn nú og þegar ég var ungur maður er að nú birtist hatursorðræða á samfélagsmiðlum sem allur almenningur hefur aðgang að. Þar vaða einstaklingar áfram og setja út alls kyns ósannindi og óhroða um fólk og nafngreinir það jafnvel.

Fyrr í vikunni skrifaði hann á Facebook: Við þurfum öll að standa saman í þessari baráttu. Þessi hatursorðræða gegn hinsegin fólki er dauðans alvara og engum samboðin.“ 

Fordómarnir beinist  gegn einstaklingum

Einar segir að …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Ef börnum verður ekki breytt með ofbeldi, verður þeim ekki breytt með fræðslu
GreiningHinsegin bakslagið

Ef börn­um verð­ur ekki breytt með of­beldi, verð­ur þeim ekki breytt með fræðslu

Sér­fræð­ing­ar í hinseg­in fræð­um kryfja at­burði síð­ast­lið­inna daga og að­drag­and­ann að því, sem hef­ur átt sér stað bæði hér heima og er­lend­is. Þetta eru þær Gyða Mar­grét Pét­urs­dótt­ir pró­fess­or, Arna Magnea kenn­ari, Birta Ósk Hönnu­dótt­ir meist­ara­nemi og Jessica Lynn, bar­áttu­kona fyr­ir rétt­ind­um trans fólks. Þær segja íhaldsöfl standa frammi fyr­ir vanda og þá þurfi að leita að blóra­böggl­um.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Björn Ólafsson skrifaði
    Ég held al lang, lang flestir séu akkúrat ekkert að hugsa út í hinsegin fólk. Heldur sé það að mestu hinsegin fólk sem velti sér upp ur þessu máli. Fólk almemmt er ekkert að velta kynhneigð fólks fyrir sér, enda einkamál hvers einstaklings. Ef hinsegin samfélagið ætlar að eltast við að koma vitinu fyrir síðasta vitleysinginn, er það óendanlegt stríð.
    -3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hinsegin bakslagið

„Þetta var ég. Ég er ekki með typpi, ég var ekki nakin og ég er ekki karlmaður“
ViðtalHinsegin bakslagið

„Þetta var ég. Ég er ekki með typpi, ég var ekki nak­in og ég er ekki karl­mað­ur“

Veiga Grét­ars­dótt­ir er trans kon­an sem fór í sund í Grafar­vogs­laug í síð­ustu viku og nýtti sér kvenna­klef­ann á sama tíma og stúlk­ur í skóla­sundi. Nokkr­ar stúlkn­anna hlógu að henni og leið Veigu eins og hún væri sirk­us­dýr. Hún ákvað að gera at­huga­semd við kenn­ara þeirra og hélt að þar með væri mál­ið úr sög­unni en há­vær orð­róm­ur, byggð­ur á lyg­um, fór af stað.
Varð fyrir líkamsmeiðingum „en útilokunin var verst“
ViðtalHinsegin bakslagið

Varð fyr­ir lík­ams­meið­ing­um „en úti­lok­un­in var verst“

Anna Kristjáns­dótt­ir seg­ir að úti­lok­un frá fé­lags­leg­um sam­skipt­um hafi vald­ið henni mestu van­líð­an­inni eft­ir að hún kom fram op­in­ber­lega sem trans kona fyr­ir þrjá­tíu ár­um. Hún var líka beitt lík­am­legu of­beldi. „Einu sinni var keyrt vilj­andi yf­ir tærn­ar á mér, fólk hrinti mér og það var hellt úr glös­um yf­ir höf­uð­ið á mér á skemmti­stöð­um.“
„Ég er hrætt við að fólk finni mig í fjöru“
ViðtalHinsegin bakslagið

„Ég er hrætt við að fólk finni mig í fjöru“

„Sjá þau ekki að heim­ur­inn minn er að hrynja?“ hef­ur Mars M. Proppé spurt sig síð­ast­liðna viku, á með­an hán kenn­ir busa­bekk stærð­fræði í Mennta­skól­an­um í Reykja­vík, spjall­ar við koll­ega sína á kaffi­stof­unni og mæt­ir á fyr­ir­lestra í Há­skóla Ís­lands. Það fylg­ir því óraun­veru­leika­til­finn­ing að sinna venju­legu lífi á sama tíma og sam­fé­lags­miðl­ar loga í deil­um um hinseg­in fræðslu og kyn­fræðslu í skól­um. Deil­um sem hafa far­ið að bein­ast að fólki eins og Mars.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár