Magnús Jóel Jónsson var allur marinn og bólginn þegar hann lenti í Róm á Ítalíu í lok maí á síðasta ári. Það tók hann margar vikur að jafna sig eftir flugferðina. Fríið, sem hann og fjölskylda hans höfðu safnað fyrir í þrjú ár, var ónýtt. Magnús Jóel gat sig varla hreyft fyrstu dagana og verkjaði í allan líkamann. Hann fór strax að kvíða flugferðinni heim.
Magnús Jóel er 193 sentímetra hár karlmaður sem notar sérsmíðaðan rafmagnshjólastól. Í fluginu til Rómar hafði honum verið komið fyrir í þröngri sætaröð aftast í vélinni, fjarri foreldrum hans, en það voru einu sætin sem flugfélagið Wizz Air bauð upp á fyrir fólk sem notar hjólastól, að sögn Magnúsar Jóels og móður hans, Sigríðar Magnúsdóttur. Hann sat skakkur aftast í vélinni í fimm klukkustundir og leið fyrir það líkamlegar kvalir.
Þessi reynsla Magnúsar Jóels er bara ein af ótal erfiðum reynslusögum fólks sem notar hjólastól …
Athugasemdir (1)