Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stappað í Strætó

Fyrr­ver­andi vara­borg­ar­stjóri Vín­ar­borg­ar seg­ir við Heim­ild­ina að í sín­um huga sé eng­inn vafi um að það hafi ver­ið rétt ákvörð­un hjá ráða­fólki að ráð­ast í upp­bygg­ingu Borg­ar­línu. Í dag eru sum­ar strætó­leið­ir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu svo þétt setn­ar á há­anna­tím­um á morgn­ana að það kem­ur fyr­ir að ekki sé hægt að taka far­þega um borð.

Rétt eins og götur höfuðborgarsvæðisins er Strætó víða fullur á annatímum þessa dagana. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., segir í samtali við Heimildina að vagnstjórar og farþegar hafi látið vita af því að á vissum leiðum í mestu morgunösinni séu vagnar það fullir að ekki sé hægt að taka fleiri farþega um borð. Fólk þarf því að húka í strætóskýlum og bíða eftir næsta vagni.

Jóhannes segir að svona sé ástandið oftast við skólabyrjun á haustin. Síðan einhvern veginn leysist úr málum þegar líði á haustið, fólk flýti sínum ferðum eða seinki þeim eða mögulega finni sér annan ferðamáta en Strætó. Aðspurður segir hann að Strætó hafi ekki verið með sérstakt starfsfólk á helstu álagsleiðum til þess að benda fólki á að þjappa betur í vagninn. Að benda fólki á að þjappa sé í höndum vagnstjóranna.

Borgarlína 100 prósent rétt ákvörðun

Rétt eins og í Strætó á álagstíma var …

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu