Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Drag er í eðli sínu pólitískt

„All­ir mega gera drag,“ seg­ir fólk sem fann sitt sam­fé­lag í gegn­um sen­una. „Við get­um öll tengt við að það að vera í dragi hef­ur tölu­verð áhrif á okk­ur sem per­són­ur,“ segja þau Gló­ey, Odd­ný, Sól­veig og Magnús. Drag er ekki keppni held­ur list­sköp­un segja þau, sem er í eðli sínu póli­tísk.

„Drag er ekki listform sem varð bara til í RuPaul's Drag Race, það er búið að vera til í mörg ár og á rosalega mikilvægar rætur í hinsegin menningu og hinsegin baráttu. Það er frábært að við eigum þetta fyndna og skemmtilega listform en það er mikilvægt að muna hverjir komu á undan okkur og hverjir gerðu þetta aðgengilegt fyrir okkur til að hafa bara sem skemmtun. Af því að mjög mikið af fólki fór í gegnum mjög erfiða hluti svo við gætum snúið okkur í hringi uppi á sviði og verið með glimmer í andlitinu,“ segir Glóey Þóra Eyjólfsdóttir, betur þekkt sem dragdrottningin Chardonnay Bublée og hluti af draghópnum House of Heart. 

House of Heart hefur verið starfrækt í tæpt eitt ár og hefur á þeim tíma vakið mikla athygli í dragsenunni á Íslandi. Í hópnum ásamt Glóeyju eru Oddný Svava Steinarsdóttir, Sólveig Johnsen og Magnús Dagur G. McGetrick. …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Gott samtal, ég stolltur því að ein afastelpan mín er í þessum hóp.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu