Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eru ekki megrunarlyf en eru misnotuð sem slík

Lyf sem ætl­uð eru til með­ferð­ar við offitu eru í of mörg­um til­vik­um ekki gef­in með við­eig­andi hætti eða mis­not­uð sem megr­un­ar­lyf. Það get­ur haft mjög slæm­ar af­leið­ing­ar að sögn lækn­is sem hef­ur sér­hæft sig í með­ferð­um við offitu.

Eru ekki megrunarlyf en eru misnotuð sem slík

Mörg þúsund manns nota lyf sem ætluð eru til meðferðar við offitu og sykursýki hérlendis árlega og fleiri milljónir í heiminum öllum. Í flestum tilvikum eru lyfin gefin eftir ítarlega heilsufarsskoðun og með viðeigandi eftirfylgni. En of oft er því ábótavant og þá eru einnig fjölmörg dæmi um að fólk sem ekki er með sjúkdóminn offitu verði sér úti um þau erlendis í þeim tilgangi að grennast. En þegar lyfin eru notuð til þess að skapa sveltisástand í líkamanum getur það meðal annars haft þau áhrif að það hægist á grunnbrennslu líkamans. 

Þetta segir Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir og lýðheilsufræðingur sem hefur veitt sínum skjólstæðingum meðferð með lyfjunum í um áratug.

Lyfin, m.a. Ozempic og Saxenda, komust í fréttirnar hérlendis á mánudag vegna þess að Lyfjastofnun Íslands sendi Lyfjastofnun Evrópu tilkynningu um að í þrígang hafi komið upp mjög neikvæð andleg líðan, þ.e. sjálfsvígshugsanir eða sjálfsskaðandi hugmyndir, samhliða notkun lyfjanna. …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár