Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

18% 10 til 17 ára drengja fengu ADHD lyf: Barninu breytt en ekki aðstæðunum

Þétt­setn­ar skóla­stof­ur, mik­il skjánotk­un og úr­ræða­leysi eru á með­al þess sem tal­ið er liggja að baki veru­legri ADHD-lyfja­notk­un drengja á Ís­landi. Lyf eru oft­ar en ekki svar­ið við grein­ingu hér­lend­is en Norð­ur­lönd­in bjóða börn­un­um sín­um frek­ar önn­ur úr­ræði. Börn geta þurft að bíða allt að ár eft­ir ADHD grein­ingu og á þeim tíma get­ur ástand­ið versn­að.

<span>18% 10 til 17 ára drengja fengu ADHD lyf: </span> Barninu breytt en ekki aðstæðunum
Geðhjálp „Það er bara rugl að þetta mikill fjöldi barna á Íslandi miðað við önnur lönd þurfi svona mikið af þessum lyfjum. Það gengur ekki upp,“ segir Grímur. Mynd: Heiða Helgadóttir

Um 18% prósent drengja á aldrinum 10 til 17 ára fengu ADHD lyf í fyrra, samkvæmt Talnabrunni Landlæknis. Á síðustu árum hefur verið skrifað mun oftar upp á lyfin hér en á hinum Norðurlöndunum.

Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir lyfjanotkunina allt of mikla og að samfélagið þurfi að breytast, ekki börnin. 

„Þetta sýnir í rauninni hvernig skólakerfið, hvernig við sem foreldrar, bara allir, höfum farið í þá átt að ef barn fúnkerar ekki einhverra hluta vegna í einhverjum aðstæðum breytum við ekki aðstæðunum heldur barninu. Það er bara mjög vond þróun,“ segir Grímur. 

Þrýst á að börn fái greiningu

Anna Sigríður Pálsdóttir, yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvar barna, segir að þetta háa hlutfall drengja komi tvímælalaust ekki allt frá þeirri miðstöð, en hún sinnir m.a. ADHD greiningum og meðferð fyrir börn. Slíkar greiningar fara einnig fram á Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) og á einkastofum sálfræðinga og geðlækna.

„Það er ekki héðan, …

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gunnlaugur H. Jónsson skrifaði
    Vandamálið er skóli án aðgreiningar sem hefur verið útfærður þannig að börn með mjög mismunandi þarfir eru sett í sömu stofu. Ef þau samsama sig ekki 40 mínútna hreyfingarleysi eru þau sett í greiningu og á lyf í stað þess að setja þau í sér bekk við hæfi þar sem hreyfing er stærri þáttur í námi. Hef hvatt til þess að örlög rítalínbarna séu könnuð samanborið við ofvirk börn sem ekki eru sett á lyf.
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Þétt­setn­ar skóla­stof­ur"
    Hvenær verður skólastofa þéttsetin? Á 6. áratugnum voru 30 í bekk normið.
    Þeir sem áttu erfitt með að læra að lesa voru látnir eiga sig, lærðu auðvitað
    ekkert í öðrum fögum. "Lesblinda" var þá óþekkt hugtak.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár