Verkfræðistofan VSB og Samgöngustofa hafa að undanförnu farið í tvo skóla á höfuðborgarsvæðinu með bæði bókleg og verkleg hjólapróf, sem eiga að stuðla að því að börn öðlist meiri hjólreiðafærni og treysti sér til þess að nota hjólið sem samgöngutæki.
Jónína Þóra Einarsdóttir, verkfræðingur hjá VSB, segir við Heimildina að um sé að ræða tilraunaverkefni sem styrkt hafi verið af Sóleyju, nýsköpunarsjóði á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Börn í 6. bekkjum Öldutúnsskóla og Kópavogsskóla þreyttu prófin núna skömmu fyrir sumarfrí skólanna.
„Við sóttum um vegna þess að okkur finnst mikilvægt að börnum sé gefið sjálfstraust til að vera hjólandi í umferðinni, eins og tíðkast í Danmörku og Hollandi,“ segir Jónína í samtali við Heimildina.
Hún segir að fyrst taki börnin bóklegt próf með tuttugu spurningum, sem útbúið hafi verið í samstarfi við Samgöngustofu. Svo sé það verklega prófið, þar sem farinn …
Athugasemdir