Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Íslensk börn geti hjólað í umferðinni eins og dönsk og hollensk börn

Sjöttu bekk­ing­ar í tveim­ur skól­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fengu und­ir lok skóla­vetr­ar­ins tæki­færi til að spreyta sig við bók­leg og verk­leg hjóla­próf. Til­gang­ur­inn er að auka sjálfs­traust þeirra og færni í um­ferð­inni.

Verkfræðistofan VSB og Samgöngustofa hafa að undanförnu farið í tvo skóla á höfuðborgarsvæðinu með bæði bókleg og verkleg hjólapróf, sem eiga að stuðla að því að börn öðlist meiri hjólreiðafærni og treysti sér til þess að nota hjólið sem samgöngutæki.

Jónína Þóra Einarsdóttir, verkfræðingur hjá VSB, segir við Heimildina að um sé að ræða tilraunaverkefni sem styrkt hafi verið af Sóleyju, nýsköpunarsjóði á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Börn í 6. bekkjum Öldutúnsskóla og Kópavogsskóla þreyttu prófin núna skömmu fyrir sumarfrí skólanna.

„Við sóttum um vegna þess að okkur finnst mikilvægt að börnum sé gefið sjálfstraust til að vera hjólandi í umferðinni, eins og tíðkast í Danmörku og Hollandi,“ segir Jónína í samtali við Heimildina.

VSBJónína Þóra Einarsdóttir verkfræðingur.

Hún segir að fyrst taki börnin bóklegt próf með tuttugu spurningum, sem útbúið hafi verið í samstarfi við Samgöngustofu. Svo sé það verklega prófið, þar sem farinn …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár