Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Safna fyrir dóttur Þóru Dungal: „Við höldum áfram í minningu mömmu“

„Mamma mín var breysk eins og við öll,“ seg­ir Max Sól, eldri dótt­ir Þóru Dungal heit­inn­ar. „Hún hafði upp­lif­að sinn skerf af áföll­um og var lengi á flótta. Nú þarf hún ekki að flýja leng­ur.“ Max þarf nú að vinna úr áskor­un­um síð­ustu ára sem barn for­eldr­is með fíkni­vanda, en einnig því mikla áfalli að versti ótti henn­ar hafi ræst og hún kom­ið að móð­ur sinni lát­inni.

Safna fyrir dóttur Þóru Dungal: „Við höldum áfram í minningu mömmu“
Á góðri stundu Mæðgurnar Þóra Dungal, Max Sól Dungal og Stefanía Guðný.

Útför Þóru Dungal fer fram í kyrrþey. Hún lést 16. maí eftir erfiða glímu við fíknisjúkdóminn. Hún var 47 ára gömul og lætur eftir sig tvær dætur, Max Sól Dungal og Stefaníu Guðnýju.

„Mamma mín var breysk eins og við öll,“ segir Max Sól, eldri dóttir Þóru. „Hún hafði upplifað sinn skerf af áföllum og var lengi á flótta. Nú þarf hún ekki að flýja lengur. Við systir mín sitjum eftir og lífið er skrítið. En við höldum áfram í minningu mömmu sem reyndi að vera góð mamma þó stundum hafi sársaukinn og flóttinn bara tekið yfir,“ segir hún.

Kom að móður sinni látinni

Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Max Sól en þær mægður bjuggu saman. Max er 22 ára gömul og hún situr nú ein eftir með allar afborganir ásamt því að þurfa að standa algjörlega á eigin fótum. Auk þess þarf hún að vinna úr áskorunum síðustu ára sem barn foreldris með fíknivanda, en einnig því mikla áfalli að versti ótti hennar hafi ræst og hún komið að móður sinni látinni og þeim missi sem hún hefur nú orðið fyrir.  

Söfnunarreikningurinn er á nafni Sigrúnar Lilju Guðjónsdóttur sem hefur verið fóstra Max síðan hún var 7 ára, og er það fyrirkomulag söfnunarinnar með samþykki Max. Auk þess sem hún missti móður sína á dögunum, hafði hún nýverið misst móðurömmu sína. 

Max Sól og Þóra

Þóra kvaddi móður sína fyrir stuttu á Facebook, en móðir hennar lést nýlega eftir langa baráttu við fíkn. „Þú fékkst snögglega hvíld eftir veikindi og mikla baráttu þina við fíkn. Þú gast verið sjúklega fyndin og kaldhæðin og fólki fannst gaman í kringum þig. Þegar neyslan tók yfir breyttist margt. Það var þá sem ég týndi mömmu minni,“ skrifaði hún til móður sinnar. 

Táknmynd X-kynslóðarinnar

Þóra Dungal varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997.

Hún varð landsþekkt undir lok 10. áratugarins. Hún hóf feril sem fyrirsæta 18 ára gömul. Skömmu síðar fékk hún annað aðalhlutverkið í myndinni Blossi. Þar lék hún Stellu, sem ásamt Robba, eða Páli Banine, ferðaðist um landið og lenti í ýmsum ævintýrum.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár