Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hvað skýrir minnkandi fæðingartíðni?

Áhrif stefnu­mót­un­ar og for­eldra­menn­ing­ar á barneign­ir á Ís­landi er með­al þess sem nýdok­tor­arn­ir Sunna Sím­on­ar­dótt­ir og Ari Klæng­ur Jóns­son hafa rann­sak­að. Þau ræða mögu­leg­ar ástæð­ur fyr­ir minnk­andi fæð­ing­ar­tíðni í hlað­varp­inu Sam­tal við sam­fé­lag­ið.

Hvað skýrir minnkandi fæðingartíðni?
Hríðlækkandi fæðingartíðni Fæðingartíðni lhefur öngum verið há á Íslandi í en hefur þó farið hríðlækkandi síðastliðinn áratug. Gestir hlaðvarpsins Samtals við samfélagið reyna að svara hvað veldur. Mynd: Pexels

„Við vildum skoða þetta, ekki bara hvað er að gerast, heldur líka að varpa einhverju ljósi á ástæðurnar, af hverju er þetta að gerast á Íslandi út frá breiðu sjónarhorni,“ segir Sunna Símonardóttir, nýdoktor í félagsfræði, um minnkandi fæðingartíðni á Íslandi. 

Sunna og Ari Klængur Jónsson, sem er einnig nýdoktor í félagsfræði, eru gestir Sigrúnar Ólafsdóttur, prófessors í félagsfræði, í nýjasta hlaðvarpsþætti Samtals við samfélagið, sem finna má í hlaðvarpi Heimildarinnar. Í þættinum ræða þau um minnkandi fæðingartíðni á Íslandi og áhrif stefnumótunar og foreldramenningar á barneignir á Íslandi. 

Áhrif stefnu­mót­un­ar og for­eldra­menn­ing­ar á barneign­ir á Ís­landiSunna Símonardóttir, aðjúnkt og nýdoktor í félagsfræði og Ari Klængur Jónsson, nýdoktor í félagsfræði, eru gestir Sigrúnar Ólafsdóttur í hlaðvarpinu Samtali við samfélagið, fyrsta þætti eftir langt hlé. Sunna og Ari stýra stóru rannsóknarverkefni sem skoðar áhrif stefnumótunar og foreldramenningar á barneignir á Íslandi.

Fæðingartíðni hefur löngum verið há á Íslandi í samanburði við önnur Evrópulönd. Undangenginn áratug hefur fæðingartíðni þó farið hríðlækkandi á Íslandi. Samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni hefur frjósemi aldrei mælst minni en árið 2022. 4.391 barn fæddist á Íslandi á síðasta ári sem er mikil fækkun frá 2021 þegar 4.879 börn fæddust. Þetta er mesta fækkun á lifandi fæddum börnum sem hefur átt sér stað milli ára frá 1838 eða fækkun upp á 488 börn. 

Sunna og Ari eru meðal stjórnenda umfangsmikils verkefnis á vegum þverfræðilegs hóps fræðafólks við Háskóla Íslands. Verkefnið nefnist „Áhrif stefnumótunar og foreldramenningar á barneignir á Íslandi“ og í því er lögð áhersla á að rannsaka þær breytingar sem hafa orðið á fæðingartíðni á síðastliðnum árum og öðlast skilning á ástæðum þeirra. 

Áhrif foreldramenningar á ákvarðanir um barneignir

Í verkefninu er leitast eftir því að svara hvort fjölskyldustefna á Íslandi styðji nægilega við barnafjölskyldur og fangi síaukinn fjölbreytileika og breyttar þarfir fjölskyldna, ásamt því að greina hvernig foreldramenning mótar ákvarðanir um barneignir. 

Ísland veitir einstakt tækifæri til að rannsaka fæðingartíðni og barneignir. Hér á landi er mikil áhersla á jafnrétti kynjanna, fjölskyldur eru fjölbreyttar og fjölskyldustefna styður við atvinnuþátttöku beggja foreldra og jafna fjölskylduábyrgð. Niðurstöður úr verkefninu byggja á fjölbreyttri aðferðafræðilegri nálgun og munu nýtast við að öðlast skilning á barneignum á Íslandi, ásamt því að vera mikilvægt innlegg í alþjóðlegt fræðasamfélag

„Stóra pælingin okkar er í raun og veru að skoða þessa þróun sem hefur átt sér stað á Íslandi undanfarin tíu ár þegar við erum að sjá þessa lækkun í fæðingartíðni og þetta er lækkun á fæðingartíðni sem hafði lengi vel verið hærri en í löndunum í kringum okkar, líka Norðurlöndunum, en svo byrjar þessi þróun fyrir um það bil tíu árum síðan,“ segir Sunna meðal annars í þættinum. 

„Við vitum svo lítið um barneignir á Íslandi þegar kemur að frjósemi, hvort að til dæmis tekjur spili inn í, uppruni og allar þessar pælingar, við þekkjum þetta ekki á Íslandi, við vitum þetta á Norðurlöndum, til dæmis hvort tekjur hafi áhrif á hvort fólk eignist eitt eða þrjú börn,“ segir Ari. 

Sunna segir foreldramenningu geta verið eina af lykilþáttum sem mikilvægt er að skilja ef skilja á breytta fæðingartíðni. „Ekki bara á Íslandi heldur alþjóðlega. Ég hef verið að skoða foreldramenningu alveg síðan ég byrjaði í doktorsnáminu, ég hef áhuga á hvernig hugmyndir okkar um foreldrahlutverkið breytast, hvernig þróunin er, hvernig hugsum við um hlutverk okkar og skyldur sem foreldra, hvernig hugsum við um hvað þarf að vera til staðar í okkar lífi áður en við erum tilbúin til að eignast börn. Og við vitum að þetta eru ekki fastir hlutir, heldur mótast þeir af menningu og tíðaranda hverju sinni,“ segir Sunna. 

Heimsfaraldur skýrir aukna fæðingartíðni 2021 að hluta 

Áhrif kórónuveirufaraldursins eru einnig tekin með í jöfnuna við vinnu verkefnisins með því að ræða við foreldra sem eignuðust börn í heimsfaraldrinum ásamt því að styðjast við tölfræðileg gögn. 

„Varðandi tölurnar þá held ég að ég geti sagt – með ákveðnu kæruleysi – að hluti af þessari aukningu sem varð 2021 sé komin út af COVID, við sjáum þetta á hinum Norðurlöndunum líka, þar jókst fæðingartíðni líka. Og það er þá afleiðing, þessi lága fæðingartíðni í fyrra er þá afleiðing af 2021, því að fólk var kannski að flýta barneignum þannig að þess vegna fáum við svona, hún fer aðeins upp 2021 og hún fer aftur niður 2022,“ segir Ari. 

Samtal við samfélagið er að finna í Hlaðvarpi Heimildarinnar. Hér er hægt að nálgast þáttinn í heild sinni. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
3
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.
Bráðafjölskylda á vaktinni
6
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár