Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sendlastörf í verktöku „á dökkgráu svæði“

Mark­að­ur­inn fyr­ir heimsend­an mat á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er mögu­lega að breyt­ast hratt. Eitt stærsta fyr­ir­tæki heims í þeim geira hef­ur num­ið land á Ís­landi und­ir merkj­um Wolt með við­skipta­mód­el sem ekki hef­ur þekkst hér­lend­is – að sendl­ar fyr­ir­tæk­is­ins séu ekki starfs­menn held­ur „sjálf­stæð­ir verk­tak­ar“.

Sendlastörf í verktöku „á dökkgráu svæði“
Giggverkamenn Wolt kemur til Íslands í skugga mótmælaaðgerða og verkfalla sendla fyrirtækisins í nokkrum öðrum ríkjum Evrópu. Hér á myndinni sjást sendlar fyrirtækisins mótmæla í Aþenu nýju kerfi sem Wolt tók í notkun til að reikna út hve mikið þeir fengju greitt fyrir sendingar. Sendlarnir þar töldu það skila sér í minni tekjum. Mynd: AFP

Sendlaþjónustan Wolt hefur hafið starfsemi á höfuðborgarsvæðinu og býður til að byrja með upp á heimsendingar á mat og öðrum vörum miðsvæðis í Reykjavík, Kópavogi og á Seltjarnarnesi. Fyrirtækið, sem stofnað var í Finnlandi en býður nú upp á þjónustu í hundruðum borga í 25 löndum, setur stefnuna á að stækka þjónustusvæðið frekar þegar fram líða stundir.

Innreið Wolt á höfuðborgarsvæðið markar nokkur þáttaskil á markaði fyrir heimsendar vörur hér. Sá markaður er mjög stór víða um heim og nú hefur eitt af fjölþjóðlegu stórfyrirtækjunum í þessum geira numið land á Íslandi.

Bandaríska fyrirtækið DoorDash, sem er með yfir helmings markaðshlutdeild á sendlafyrirtækjamarkaði þar í landi, keypti öll hlutabréf í Wolt í fyrra fyrir 3,5 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 480 milljarða króna. Markaðsvirði DoorDash í kauphöllinni í New York var á miðvikudag 26,7 milljarðar bandaríkjadala, eða ríflega 3.660 milljarðar íslenskra króna.

Það er því sannkallaður risi kominn á Íslandsmarkað, í samkeppni …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár