Sendlaþjónustan Wolt hefur hafið starfsemi á höfuðborgarsvæðinu og býður til að byrja með upp á heimsendingar á mat og öðrum vörum miðsvæðis í Reykjavík, Kópavogi og á Seltjarnarnesi. Fyrirtækið, sem stofnað var í Finnlandi en býður nú upp á þjónustu í hundruðum borga í 25 löndum, setur stefnuna á að stækka þjónustusvæðið frekar þegar fram líða stundir.
Innreið Wolt á höfuðborgarsvæðið markar nokkur þáttaskil á markaði fyrir heimsendar vörur hér. Sá markaður er mjög stór víða um heim og nú hefur eitt af fjölþjóðlegu stórfyrirtækjunum í þessum geira numið land á Íslandi.
Bandaríska fyrirtækið DoorDash, sem er með yfir helmings markaðshlutdeild á sendlafyrirtækjamarkaði þar í landi, keypti öll hlutabréf í Wolt í fyrra fyrir 3,5 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 480 milljarða króna. Markaðsvirði DoorDash í kauphöllinni í New York var á miðvikudag 26,7 milljarðar bandaríkjadala, eða ríflega 3.660 milljarðar íslenskra króna.
Það er því sannkallaður risi kominn á Íslandsmarkað, í samkeppni …
Athugasemdir