Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Græða sár innrásar í þögn

Í hafn­ar­borg­inni Odesa við strend­ur Svarta­hafs stend­ur Filatov-rann­sókn­ar­stofn­un­in í augn­lækn­ing­um. Vla­dimir Petrovich Filatov nokk­ur, virt­ur pró­fess­or í augn­lækn­ing­um, stóð að stofn­un henn­ar ár­ið 1936 og hún hef­ur síð­an skap­að sér sess sem mið­stöð vís­inda­legr­ar ný­sköp­un­ar og lækn­is­fræði­legr­ar þró­un­ar á sviði augn­lækn­inga í Aust­ur-Evr­ópu. Ósk­ar Hall­gríms­son fékk að líta í heim­sókn og kynna sér hvernig hald­ið er úti þjón­ustu við erf­ið­ar að­stæð­ur.

Græða sár innrásar í þögn
Tatyana frá Kharkiv Varð fyrir sprengjuárás á heimili sínu í upphafi innrásarstríðs Rússa og nýtur ummönnunar á Filatov-stofnuninni eftir að hafa áður gefið upp alla von um að halda sjón. Mynd: Óskar Hallgrímsson

Saga Sovétríkjanna endurspeglast í byggingum Filatov-stofnunarinnar. Aðalbyggingin er mikilfenglegt glæsihýsi sem var byggt árið 1936 og stofnunin því verið þar til húsa frá upphafi. Stærðarinnar súlur taka á móti manni og leiða mann inn í bjart rými þar sem er vítt til veggja og hátt til lofts, og stórfengleiki Sovétríkjanna fyrir heimsstyrjöld er bersýnilegur. Nýjasta viðbótin er ekki eins mikilfengleg: kassalaga grá bygging úr ódýrum efnum og með kassalaga gluggum. Gráir tónar ráða ríkjum í anda hagnýts brútalisma.

Filatov-stofnunin í OdesaAðalbyggingin og inngangurinn er í þessari virðulegu byggingu.

Gangar Filatov-stofnunarinnar endurspegla ólík tímabil í sögu Sovétríkjanna en það er þó einhver hlýja sem umlykur allt. Gangurinn er blómum prýddur, steingerðar kanínur í laumi á milli trjáa í garðinum fyrir börn að finna í feluleik. Brosmilt starfsfólkið hefur boðið fólk velkomið svo áratugum skiptir og hér er hárgreiðslustofa og skurðstofa, kapella og apótek.

Segðu það með blómum …
Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Takk fyrir greinina, gott að halda vakandi umræðu um Úkraínu og að einhvern segi sögur af venjulegu fólki í óvenjulegu og hryllilegu umhverfi. Sögur þessa fólks þurfa að heyrast og mega ekki gleymast.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Svo þungbært að flýja heimalandið að hún fékk hjartaáfall
ViðtalÚkraínustríðið

Svo þung­bært að flýja heima­land­ið að hún fékk hjarta­áfall

„Hjart­að í mér sprakk,“ út­skýr­ir Tetiana Rukh hversu sárt það var að flýja heima­land­ið og allt sem þau hjón­in höfðu var­ið æv­inni í að byggja þar upp. Eig­in­mað­ur­inn, Oleks­andr Rukh, var með í för en hann var þá að hefja end­ur­hæf­ingu eft­ir heila­blóð­fall. Dótt­ir þeirra lagði hart að þeim að fara og var með í för, ásamt barna­barni þeirra.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu