Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stærðfræðikennari flúði stríðið og starfar sem hótelþerna: „Við viljum aðeins hærri laun“

Stærð­fræði­kenn­ari sem flúði stríð­ið í Úkraínu starfar nú sem hót­el­þerna, þar sem hún fær 320 þús­und krón­ur út­borg­að­ar í ábyrgð­ar­stöðu. Yuliia Ye­dynak seg­ir laun­in al­mennt duga fyr­ir leigu og mat, en ef hún þarf að kaupa eitt­hvað verði hún að borða í vinn­unni til að ná end­um sam­an.

<span>Stærðfræðikennari flúði stríðið og starfar sem hótelþerna:</span> „Við viljum aðeins hærri laun“

Yuliia Yedynak, 45 ára hótelþerna á Fosshótel Lind, tilheyrir þeim hópi sem kjaradeilur Eflingar snúast um. Í samtali við Heimildina segir hún að launin dugi fyrir leigu og mat, en ef til þess kemur að hún þarf að kaupa eitthvað annað þurfi hún að borða í vinnunni til að ná endum saman. „Síminn minn er brotinn en ég get ekki keypt mér nýjan. Ef ég ætla að kaupa eitthvað get ég ekki eytt peningum í mat og þarf að borða á hótelinu. Þar get ég fengið morgunmat og kvöldmat, sem ég er þakklát fyrir.“ 

Hún fær um 320 þúsund krónur útborgaðar hvern mánuð, sem er lækkun frá því sem áður var, þegar hún hóf störf. Síðasta sumar var sú breyting gerð, segir hún, að henni var bannað að vinna meira en átta tíma vinnudag. Áður hafi hún unnið hálftíma lengur. „Þetta var bara hálftími á dag, en það safnast saman …

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Ætli að þeir hjá Íslandshótelum hafi ekki tekið skrifstofuna og millistjórnenda ganginn með þegar þeir reiknuðu út þessi meðallaun,jafnvel líka hótelstjórana?
    0
  • "Fyrir þá sem vinna í tólf tíma væru meðallaunin 750 þúsund krónur á mánuði."
    Sko, ég er búsettur í Noregi sl 20 ár og er yfirmaður í minni deild - en ef spurningin væri bara um laun þá myndi ég nú bara hoppa í það eins og skot. Þyrfti samt að læra hvernig á að þröngva saman dýnu og sængurfötum...
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár