Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skyndikynni Sjálfstæðisflokksins við þjóðina

„Von­andi dugði há­deg­ið til,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son á fundi sjálf­stæð­is­manna á hót­el B59. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi flokkn­um eft­ir á fyrsta degi hring­ferð­ar þing­flokks­ins, í heim­sókn á Grund­ar­tanga og í Borg­ar­nes þar sem þing­menn áttu einskon­ar hrað­stefnu­mót við kjós­end­ur.

Sjálfstæðisflokkurinn er vel smurð maskína sem getur virkjað stóran hóp stuðningsfólks langt umfram aðra íslenska flokka. Leiðtogar flokksins vita að án fótgönguliða er flokkurinn ekkert. Það er ekki bara merkilegt að vera þingmaður eða ráðherra í Sjálfstæðisflokknum. Það er merkilegt að tilheyra flokknum. Heiður að þjóna flokknum. Heiður að vera Sjálfstæðismaður. Sjálfstæðisflokkurinn, umfram aðra flokka, leggur rækt við þessar hugmyndir flokksfélaga. Á kjördæmadögum þingflokkanna fóru þingmenn flokksins í hringferð um landið og blaðamaður Heimildarinnar fylgdi þeim úr garði, á Grundartanga og í Borgarnes.

Sögulega er Sjálfstæðisflokkurinn í nýrri stöðu. Hann mælist ekki lengur stærsti flokkur landsins heldur er hann samkvæmt nýjustu viðhorfskönnunum í öðru sæti á eftir Samfylkingunni. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar með stærsta þingflokkinn sem telur sextán manns. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins er ekki svipur hjá sjón og óralangt síðan hann hefur verið í meirihlutasamstarfi í Reykjavík. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum fékk hann þar 24,5%. Árið 1990 fékk Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík 60% …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Vinstrihreyfingin-Grænt framboð skrifaði
  Áhugavert
  0
 • ES
  Eyjólfur Sturlaugsson skrifaði
  Gaman að fá þetta sjónarhorn
  0
 • Sigurður Sigurðsson skrifaði
  Eg þarf ekki svona lofsöng um flokk sem hefur rústað landinu, það er til fólk sem óvart les þetta og aðhyllist XD það sem eftir er. Það fólk sér þá ekki eyðimörkina sem þetta lið er búið að búa til.
  1
 • Þorsteinn V. Sigurðsson skrifaði
  Ruslflokkur
  3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu