Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ákæra í Lindsor-málinu á leið til dómstóls í Lúxemborg 14 árum eftir að meint brot voru framin

Lindsor var af­l­ands­fé­lag sem keypti skulda­bréf á yf­ir­verði af Kaup­­­þingi, ein­­­stök­um starfs­­­mönn­um þess banka og fé­lagi í eigu vild­­­ar­við­­­skipta­vin­ar Kaup­­­þings sama dag og Geir H. Haar­de bað guð að blessa Ís­land.

Ákæra í Lindsor-málinu á leið til dómstóls í Lúxemborg 14 árum eftir að meint brot voru framin
Bréf Rannsókn á Lindsor-málinu hófst þegar Davíð Odds­son, þá seðla­banka­stjóri og nú rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, sendi grein­ar­gerð sem huldu­menn höfðu afhent hon­um, til efna­hags­brota­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra þann 9. des­em­ber 2008.

Saksóknari í Lúxemborg, sem hefur haft hið svokallaða Lindsor-mál til rannsóknar árum saman, hefur að mestu lokið vinnu við gerð ákæru í málinu og mun í nánustu framtíð senda hana til dómstóla þar í landi. 

Þetta segir Henri Eippers, talsmaður dómsmálaráðuneytisins í Lúxemborg, í svari við fyrirspurn Heimildarinnar.

Það þýðir þó ekki endilega að réttað verði í málinu, enda réttar­­kerfið í Lúxemborg ólíkt því sem Íslend­ingar eiga að venj­­­ast. Ákæra sak­sókn­ara er send til svo­­­kall­aðs „council chamber“ hér­­­aðs­­­dóms­­­stigs Lúxemborgar sem mun taka ákvörðun um hvort að málið fái efn­is­­­með­­­­­ferð eða verði vísað frá. Sak­­­born­ingar í mál­inu munu á þeim tíma­­­punkti fá tæki­­­færi til að setja fram varnir í mál­in­u. Auk þess er hægt að áfrýja niðurstöðu dómstólsins til sérstaks áfrýjunardómstóls, sem hefur lokavald í málinu. 

Rannsóknardómari lauk rannsókn sinni á málinu árið 2020 og vísaði niðurstöðum sínum til saksóknara 24. júlí það ár. 

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu