Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Njósnarinn í dýraathvarfinu

Það eru ekki bara her­menn í fremstu víg­línu sem lagt hafa líf sitt að veði fyr­ir sjálf­stæði Úkraínu eins og Ósk­ar Hall­gríms­son komst að. Rúm­lega fimm­tug kona sem rek­ið hef­ur dýra­at­hvarf fyr­ir þús­und­ir gælu­dýra sem orð­ið hafa við­skila við eig­end­ur sína í inn­rás­inni, seg­ir bros­ið hafa ver­ið henn­ar að­al vopn þeg­ar hún afl­aði upp­lýs­inga hjá rúss­neska hern­um og hjálp­aði þannig til við að hnekkja fram­rás Rússa.

„Ég heillaði Rússana með brosinu mínu en faldi um leið símann í stígvélinu svo þeir myndu ekki drepa mig ef þeir skyldu nú hafa ákveðið að leita á mér. Sem betur fer þeir gerðu það aldrei. Ég held að þá gruni ekki svona litla og krúttlega konu eins og mig.“

Svona lýsir Oleksandra Mezinova, rífleg fimmtug kona sem staðið hefur vaktina vegna innrásar Rússa í Úkraínu undanfarið árið. Hin brosmilda og lífsglaða Oleksandra hefur staðið í ströngu á nokkrum vígstöðvum, bókstaflega, án þess þó að vopnast.

Hún hefur sem sem eigandi að Sirius dýraathvarfinu, í þorpinu Fedorikva norður af Kænugarði, tekið við miklum fjölda dýra sem lent hafa á vergangi vegna innrásarinnar. Hún, ásamt fimmtán starfsmönnum, 3.200 hundum, 180 köttum, þremur kindum og tveim hænum lokuðust inni við víglínu átakanna, þegar Rússar sátu um Kyiv á upphafsdögum innrásarinnar í byrjun mars.

HvunndagshetjanOleksandra Mezinova, eigandi Sirius dýraathvarfsins, …
Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Græða sár innrásar í þögn
VettvangurÚkraínustríðið

Græða sár inn­rás­ar í þögn

Í hafn­ar­borg­inni Odesa við strend­ur Svarta­hafs stend­ur Filatov-rann­sókn­ar­stofn­un­in í augn­lækn­ing­um. Vla­dimir Petrovich Filatov nokk­ur, virt­ur pró­fess­or í augn­lækn­ing­um, stóð að stofn­un henn­ar ár­ið 1936 og hún hef­ur síð­an skap­að sér sess sem mið­stöð vís­inda­legr­ar ný­sköp­un­ar og lækn­is­fræði­legr­ar þró­un­ar á sviði augn­lækn­inga í Aust­ur-Evr­ópu. Ósk­ar Hall­gríms­son fékk að líta í heim­sókn og kynna sér hvernig hald­ið er úti þjón­ustu við erf­ið­ar að­stæð­ur.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár