Íslensk stjórnvöld breyttu reglugerð um útgáfu íslenskra vegabréfa svo þau gætu aðstoðað Mariu Alyokhina, einn meðlim andófslistahópsins Pussy Riot, að flýja Rússland í apríl á þessu ári. Breytingin gerði utanríkisráðherra kleift að gefa út vegabréf til útlendings sem uppfyllir annars ekki skilyrði „ef sérstakar áðstæður eru fyrir hendi“, eins og stendur í reglugerðinni. Þessar sérstöku ástæður byggja á huglægu mati og því geðþótta hverju sinni. Í tilfelli Mariu flúði hún land í apríl síðastliðnum eftir að rússnesk yfirvöld höfðu dæmt hana í vist í fangabúðum.
Þetta var gert að beiðni Ragnars Kjartanssonar myndlistarmanns, sem hjálpaði til við flóttann eftir að hafa kynnst Mariu í Moskvu í desember 2021 við opnun á sýningunni Santa Barbara. Ragnar hefur lengi verið yfirlýstur stuðningsmaður Katrínar og VG, og var til að mynda á lista flokksins við síðustu þingkosningar.
Maria hafði fyrst orð á því að Ragnar hafi hjálpað til við flóttann í …
Athugasemdir