Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Bókabræður – í minningu skapandi bókaútgefanda

Á unglings­ár­um fékk ég vinnu á bókala­ger Vöku-Helga­fells fyr­ir jól­in. Þar var eldri mað­ur í blá­um vinnusloppi sem príl­aði eins og apa­kött­ur upp him­in­háa bóka­rekka og tefldi þess á milli. Þarna voru líka tveir bræð­ur, oft í eins föt­um, sem að­stoð­uðu hann við að moka bók­um út í jóla­bóka­flóð­ið: Kjart­an Örn og Ragn­ar Helgi. For­eldr­ar þeirra ráku Vöku-Helga­fell; Ólaf­ur Ragn­ars­son, fyrr­ver­andi frétta­mað­ur, og El­ín Bergs, sem var svo smart í buxna­dragt að mér fannst hún vera Mar­lene Dietrich.

Bókabræður – í minningu skapandi bókaútgefanda

Þau höfðu stofnað útgáfuna Vöku og síðar keypt gamla Helgafell sem Ragnar í Smára stofnaði – en hjónin voru á ýmsan hátt frumkvöðlar í bókaútgáfu og fjármögnuðu safnútgáfur stórskálda með ýmiss konar bókaklúbbum og janvel með aðstoð frá sjálfum Andrési önd.

Bræðurnir störfuðu við útgáfuna, í og með, fram yfir unglingsár. Síðar komu þeir að bókaútgáfu með ólíkum hætti. Ragnar Helgi er í dag einn dáðasti bókakápuhönnuður landsins, auk þess að vera annar forsvarsmaður bókaútgáfunnar Tunglsins og sjálfur rithöfundur. Kjartan Örn starfaði um árabil hjá útgáfurisanum Random House í New York en er í dag framkvæmdastjóri Transition Labs. Þeir voru til í rabb um upphaf nútímans í íslensku útgáfulandslagi og við hittumst á Kaffi Rósenberg.

Þegar ég minnist liðuga öldungsins grípur Kjartan orðið:

Kjartan: Böðvar Pétursson var aldursforseti bókaútgáfunnar. Hann var bæði umtalsvert eldri en samstarfsfólkið og hafði starfað hjá Helgafelli allt frá árinu 1949. Ég man að okkur bræðrum …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu