Þau höfðu stofnað útgáfuna Vöku og síðar keypt gamla Helgafell sem Ragnar í Smára stofnaði – en hjónin voru á ýmsan hátt frumkvöðlar í bókaútgáfu og fjármögnuðu safnútgáfur stórskálda með ýmiss konar bókaklúbbum og janvel með aðstoð frá sjálfum Andrési önd.
Bræðurnir störfuðu við útgáfuna, í og með, fram yfir unglingsár. Síðar komu þeir að bókaútgáfu með ólíkum hætti. Ragnar Helgi er í dag einn dáðasti bókakápuhönnuður landsins, auk þess að vera annar forsvarsmaður bókaútgáfunnar Tunglsins og sjálfur rithöfundur. Kjartan Örn starfaði um árabil hjá útgáfurisanum Random House í New York en er í dag framkvæmdastjóri Transition Labs. Þeir voru til í rabb um upphaf nútímans í íslensku útgáfulandslagi og við hittumst á Kaffi Rósenberg.
Þegar ég minnist liðuga öldungsins grípur Kjartan orðið:
Kjartan: Böðvar Pétursson var aldursforseti bókaútgáfunnar. Hann var bæði umtalsvert eldri en samstarfsfólkið og hafði starfað hjá Helgafelli allt frá árinu 1949. Ég man að okkur bræðrum …
Athugasemdir