Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Bókabræður – í minningu skapandi bókaútgefanda

Á unglings­ár­um fékk ég vinnu á bókala­ger Vöku-Helga­fells fyr­ir jól­in. Þar var eldri mað­ur í blá­um vinnusloppi sem príl­aði eins og apa­kött­ur upp him­in­háa bóka­rekka og tefldi þess á milli. Þarna voru líka tveir bræð­ur, oft í eins föt­um, sem að­stoð­uðu hann við að moka bók­um út í jóla­bóka­flóð­ið: Kjart­an Örn og Ragn­ar Helgi. For­eldr­ar þeirra ráku Vöku-Helga­fell; Ólaf­ur Ragn­ars­son, fyrr­ver­andi frétta­mað­ur, og El­ín Bergs, sem var svo smart í buxna­dragt að mér fannst hún vera Mar­lene Dietrich.

Bókabræður – í minningu skapandi bókaútgefanda

Þau höfðu stofnað útgáfuna Vöku og síðar keypt gamla Helgafell sem Ragnar í Smára stofnaði – en hjónin voru á ýmsan hátt frumkvöðlar í bókaútgáfu og fjármögnuðu safnútgáfur stórskálda með ýmiss konar bókaklúbbum og janvel með aðstoð frá sjálfum Andrési önd.

Bræðurnir störfuðu við útgáfuna, í og með, fram yfir unglingsár. Síðar komu þeir að bókaútgáfu með ólíkum hætti. Ragnar Helgi er í dag einn dáðasti bókakápuhönnuður landsins, auk þess að vera annar forsvarsmaður bókaútgáfunnar Tunglsins og sjálfur rithöfundur. Kjartan Örn starfaði um árabil hjá útgáfurisanum Random House í New York en er í dag framkvæmdastjóri Transition Labs. Þeir voru til í rabb um upphaf nútímans í íslensku útgáfulandslagi og við hittumst á Kaffi Rósenberg.

Þegar ég minnist liðuga öldungsins grípur Kjartan orðið:

Kjartan: Böðvar Pétursson var aldursforseti bókaútgáfunnar. Hann var bæði umtalsvert eldri en samstarfsfólkið og hafði starfað hjá Helgafelli allt frá árinu 1949. Ég man að okkur bræðrum …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár