„Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað. Síðan henti hann mér út á götu.“
Þannig lýsir Kefsan Fatehi, íranskur meistaranemi við Háskóla Íslands, árás sem hún varð fyrir á annan dag jóla árið 2020. Árásarmaðurinn var Hlal Jarah, eigandi hins vinsæla sýrlenska veitingastaðar Mandi. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gaf út ákæru á hendur Hlal í júní síðastliðnum og var málið þingfest í septembermánuði. Beðið er ákvörðunar dómara um hvenær aðalmeðferð geti hafist.
Kefsan hafði um þriggja mánaða skeið búið á efri hæð húss að Veltusundi 3b, þar sem Mandi er til húsa á neðri hæðinni. Á efri hæðinni er rekið gistihús, sem kallað er Hótel Mandi af þeim sem þar búa. Búseta Kefsan á Hótel Mandi gekk ekki átakalaust fyrir sig og lýsir hún áreiti af hálfu Hlal og fleiri manna, hótunum, illmælgi og kynferðislegum tilburðum, bæði í skýrslutökum hjá lögreglu og í viðtali við Stundina. …
Athugasemdir (10)