Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“

Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.

Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Glímir við alvarleg eftirköst Kefsan hefur eftir árásina glímt við áfallastreitu og mikinn kvíða, svo mikinn að hún hefur meðal annars þurft að fá fylgd í tíma í Háskóla Íslands. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað. Síðan henti hann mér út á götu.“

Þannig lýsir Kefsan Fatehi, íranskur meistaranemi við Háskóla Íslands, árás sem hún varð fyrir á annan dag jóla árið 2020. Árásarmaðurinn var Hlal Jarah, eigandi hins vinsæla sýrlenska veitingastaðar Mandi. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gaf út ákæru á hendur Hlal í júní síðastliðnum og var málið þingfest í septembermánuði. Beðið er ákvörðunar dómara um hvenær aðalmeðferð geti hafist.

Kefsan hafði um þriggja mánaða skeið búið á efri hæð húss að Veltusundi 3b, þar sem Mandi er til húsa á neðri hæðinni. Á efri hæðinni er rekið gistihús, sem kallað er Hótel Mandi af þeim sem þar búa. Búseta Kefsan á Hótel Mandi gekk ekki átakalaust fyrir sig og lýsir hún áreiti af hálfu Hlal og fleiri manna, hótunum, illmælgi og kynferðislegum tilburðum, bæði í skýrslutökum hjá lögreglu og í viðtali við Stundina. …

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (10)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Theresa Arnadottir skrifaði
    Vissi ekkert um þennan stad ne hef heyrd um þennan stad, enn gott vita, þakklat eg sja þessar frett, þvi eg mun aldrei fara a svona stad sem beiti ofbeldid, hotun og annad slikt, ogedslegt af honum, og þeim mönnum sem stodu med honum i þessum ofbeldid gagnvart henni. Kefs­an Fatehi vid stöndu med þer. og eg se margir adri herna lika standa med þér.
    4
  • Thordis Malmquist skrifaði
    Fer aldrei inn á þennan stað aftur , hvaða vandamál er hjá lögreglu vorri, eru þeir alveg mattlausir gagnvart svona hrottum?
    3
  • *
    *BU skrifaði
    Þessi maður er algjör narsisti og ofbeldismaður 👈Ég skil ekki í því að það sé ekki löngu búið að dæma hann fyrir ofbeldi og skattsvik. Það er örugglega fullt af fólki þarna úti sem eru vitni ! hann kastar fólki sem gæfan hefur ekki verið hliðholl út með ofbeldi og dæmi um að gömlu fólki hafi verið hent út af Mandi á harða stéttina með þeim afleiðingum hné , hendur, höfuð blæði.
    1
  • Stella Ósk skrifaði
    Stend með þér og mun aldrei fara á Mandi aftur
    3
  • HS
    Hafskip slf skrifaði
    Þessi hlal er sorp
    4
  • Halla Þórhallsdóttir skrifaði
    Ég hef aldrei farið á þennan stað og mun svo sannarlega ekki gera það
    5
  • Thorgerdur Sigurdardottir skrifaði
    Èg stend međ þessari ungu konu gegn þessum ògeđfellda ofbeldimanni og mun aldrei versla þar aftur. Hvet alla ađ gera þađ sama...
    11
  • Ásta Jensen skrifaði
    Ég mun aldrei borða þar
    7
  • Gyða Hannesdóttir skrifaði
    Ég mun aldrei Koma til með að stunda Viðskipti við Mandy eða neitt sem honun tengist aftur
    7
  • Páll Pálsson skrifaði
    Fock mandì ég ætla aldrei að borða þar aftur
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár