Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

300 milljóna veðmál fjölskyldu dómsmálaráðherra

Einka­hluta­fé­lag sem stofn­að var af Jóni Gunn­ars­syni dóms­málaráherra og eig­in­konu hans í mars keypti ein­býl­is­hús og 3,2 hekt­ara lóð í Garða­bæ á 300 millj­ón­ir mán­uði síð­ar. Dag­inn áð­ur komu ný­ir eig­end­ur inn í fé­lag­ið og Jón fór úr eig­enda­hópn­um. Kon­an hans er með­al eig­enda og sit­ur hún í stjórn fé­lags­ins ásamt syni þeirra og tengda­dótt­ur. Stefnt er að bygg­ingu 30-40 íbúða byggð. Fyrri eig­andi reyndi margít­rek­að að fá að ráð­ast í sam­bæri­lega upp­bygg­ingu en var alltaf hafn­að af bæn­um.

300 milljóna veðmál fjölskyldu dómsmálaráðherra
Kominn út Jón segir í samtali við Stundina að hann sé ekki lengur í hlutahafahópnum. Það sé þó eiginkona hans sem fer áfram með 26 prósenta hlut. Sonur hans og tengdadóttir sitja í stjórn fasteignafélagsins.

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og fjölskylda hans eru hjartað í 300 milljóna fasteignaviðskiptum með þriggja hektara land í Garðabæ. Fyrri eigandi landsins hefur ítrekað reynt að fá bæjaryfirvöld til að samþykkja breytt deiliskipulag og leyfa byggingu íbúða á landinu en án árangurs. Síðast árið 2020.

Hópurinn í kringum Jón hefur þó þegar leitað til arkitekta vegna hugmynda um að byggja tugi íbúðarhúsa á landinu og virðist vera búin að veðja 300 milljónum á að þau geti sannfært nýjan meirihluta í Garðabæ um að snúa af fyrri leið.

„Þú ert ekki með réttar upplýsingar,“ eru fyrstu viðbrögð Jóns þegar hann var spurður út í viðskipti félagsins. „Það eru fleiri aðilar sem eru komnir inn í þetta félag og það er ekki búið að ganga frá kaupsamningi um eitthvað land.“ Stuttu síðar segir hann þó ekkert leyndarmál að félag sem þau hjónin ættu einhvern hlut í væri í ferli að kaupa land ásamt …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (14)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson skrifaði
    Hraunprýði?? Er ekki tilvalið að reisa þarna flóttamannabúðir undir stjórn Johnny Gun og láta ríkið borga ...
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Alltaf sama spillingin!
    0
  • MPH
    Matinó P Hafstein skrifaði
    Peningagræðgi er og mun gera út af við vestræn samfélög. Menn koma sér í stjórnunarstöður til að græða meiri aur. Hugsunarhátturinn og þessi hegðun er orðinn svo algeng að fólk er farið að líta á þetta sem eðlilegan hlut. Mest bitnar þetta á fólki sem á minna milli handanna. Gerðu lista í huga þínum um þetta fólk og fjöldinn mun koma þér á óvart. Fyrsta úrræðið er að stroka þetta fólk út af kjörseðli í kosningum.
    1
  • Thorgerdur Sigurdardottir skrifaði
    Ìsland ì dag...
    0
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Er verktakaræðið í skipulagsmálum enn allsráðandi hjá Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ?
    Það kemur í ljós innan tíðar.
    0
  • Hún ríður ekki við einteyming framkoma sjálfstæðismanna, hún er eins á öllum sviðum, og einsog ég held fram þá er þetta skipulögð glæpastarfssemi það skal með öllum ráðum sölsa allt undir sig hvort sem er í einka og eða landsmálum.
    1
  • Hvernig er afhjúpun af þessu tagi deilt?
    0
  • Guðrún Aðalsteinsdóttir skrifaði
    Fjárans svínarí er þetta
    3
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Enn eitt misferlið hjá ráðherrunum.
    3
  • Steinþór Grímsson skrifaði
    Spilling?
    6
    • Siggi Rey skrifaði
      Já og hún verulega rotin!
      3
    • Gauti Bergmann Víðisson skrifaði
      Spilling er misnotkun á valdi eða stöðu þar sem einstakir aðilar eða hópur þeirra nýtir sér aðstöðu sína á óeðlilegan hátt til að hafa áhrif á stöðu mála, oftast til þess að hagnast persónulega.
      2
  • Þór Saari skrifaði
    Það er hægt að segja mörg "ævintýrin" af skipulagsmálum hér í Garðabæ og Álftanesinu gegnum árin. Sögur sem fengju hárin til að rísa á venjulegu fólki, en sem í augum braskara og sveitarstjórnarmanna eru bara "bisness as usual." Þessi saga er bara ein í viðbót. 3,2 hektarar eru 32 stórar einbýlishúsalóðir en um 50 ef lóðirnar eru smærri, um 600 fermetra. Það eru milli 960 og 1.500 milljónir króna.
    10
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Crassiusarnir eru ansi margir á Íslandi, og mættu svosem alveg hafa sama endi og hann. Hversu margir háttsettir ætli séu úr Íslenskri stjórnsýslu og stjórnmálum svona á bólakafi í braski og skuggagerningum? Ég hallast að því að það gæti verið myndarlegur meirihluti. Ég held að Íslenska yfirstéttin sé með svipuð viðhorf og elítan á tímum rómverska lýðveldisins, það er að vinna fyrir sér heiðarlega sé bara fyrir aumingja.
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár