Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Alast upp í tveimur menningarheimum á Íslandi

„Ég á auð­veld­ara með að tjá til­finn­ing­ar mín­ar á tákn­máli,“ seg­ir Aníta Arn­ars­dótt­ir, sex­tán ára mennta­skóla­nemi, sem á heyrn­ar­lausa for­eldra. Stund­in heim­sótti hana og fjöl­skyldu henn­ar á dög­un­um og spjall­aði við þau um radd­mál og tákn­mál, menn­ing­ar­heim­ana tvo sem Aníta og bræð­ur henn­ar hafa al­ist upp í en þau heyra öll. Tákn­mál er móð­ur­mál fjöl­skyld­unn­ar og hund­ur­inn á heim­il­inu skil­ur nokk­ur tákn.

Fyrir tæpum sextán árum, þegar Aníta var sex mánaða, heimsótti ég hana og foreldra hennar, þau Heiðdísi Dögg Eiríksdóttur, hjúkrunarfræðing og formann Félags heyrnarlausra, og Arnar Ægisson bifvélavirkja, sem nú starfar hjá Marel, til að taka viðtal við unga parið vegna heimildarmyndar sem var í smíðum um baráttu heyrnarlausra á Íslandi fyrir bættum mannréttindum. Heimsóknin var eftirminnileg. Þegar ég kom var Aníta litla sofandi úti í vagni en um hálftíma síðar byrjaði ljós á talstöð sem var á eldhúsborðinu að blikka en ég heyrði ekki barnsgrát. Arnar stóð upp þegar hann sá ljósið blikka og náði í Anítu. Á meðan spurði ég Heiðdísi hvort dóttirin væri alltaf svona róleg, hvort hún gréti ekki eins og flest börn þegar þau vakna eftir blund.

Heiðdís sagði að Aníta gréti oft eins og önnur börn en hún hafi verið fljót að læra að það væri nóg að kalla í þau með því að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár