Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

369. spurningaþraut: Síðasti dagur apríl — þriðjungi ársins er lokið!

369. spurningaþraut: Síðasti dagur apríl — þriðjungi ársins er lokið!

Gærdagsþrautin, hún er hér.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað tré má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað heitir fyrirtækið sem Robert Wessmann stýrir um þessar mundir?

2.   Hvaða bær (það er að segja þorp) stendur við Ytri-Rangá?

3.   Hvað hét hestur Hrafnkels Freysgoða?

4.   Hofið í Efesus var eitt af undrum fornaldar. Í hvaða landi er Efesus núna?

5.   Hvaða málmur er táknaður með stöfunum Au í lotukerfinu?

6.   Frá því var greint á dögunum að dýrar íbúðir væru til sölu í Austurhöfn, við hlið Hörpu. Hvað átti sú dýrasta að kosta — fokheld?

7.   Macron heitir forseti Frakklands. Hvað er skírnarnafn hans?

8.   Hver skrifaði bókina Becoming, eða Verðandi, eins og hún var nefnd í íslenskri þýðingu?

9.   Rannveig Rist forstjóri Álversins í Straumsvík vann um tíma á sjó. Hvað var helsta starf hennar þar?

10.   Undir hvaða nafni þekkjum við Daisy Duck?

***

Seinni aukaspurning:

Fyrir áratug fór leikkonan Lilja Nótt með tiltekið hlutverk í Þjóðleikhúsinu. Þá safnaði Morgunblaðið saman leikkonum, sem áður höfðu leikið hlutverkið, og tók mynd af þeim. Hér eru (auk Lilju Nætur sem er fremst) frá vinstri Pálína Jónsdóttir, Elva Ósk, Herdís Þorvaldsdóttir, Tinna Gunnlaugsdóttir og Sigrún Edda. En hvaða hlutverk léku þær allar?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Alvogen.

2.   Hella.

3.   Freyfaxi.

4.   Tyrklandi.

5.   Gull.

6.   500 milljónir.

7.   Emmanuel.

8.   Michelle Obama.

9.   Vélstjóri.

10.   Andrésína.

***

Svör við aukaspurningum:

Trén eru kirsuberjatré.

Leikkonurnar sex höfðu allar leikið Snæfríði Íslandssól í leikgerð Íslandsklukkunnar.

***

Og gærdagsþrautin, hér er hún.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár