Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ekki eða mjög ólíklega tengsl milli bólusetninga og dauðsfalla - Þó ekki hægt að útiloka eitt tilvik

Í fjór­um til­vik­um af fimm þar sem til­kynnt var um al­var­leg at­vik, and­lát og veik­indi, eft­ir bólu­setn­ing­ar við Covid-19 var ekki eða mjög ólík­lega um or­saka­sam­band að ræða. Í einu til­viki var ekki hægt að úti­loka tengsl en þó tal­ið lík­legra að and­lát ein­stak­lings hafi átt sér skýr­ing­ar í und­ir­liggj­andi ástandi hans.

Rannnsókn embættis landlæknis á tilkynningum um hugsanlegar alvarlegar aukaverkanir eftir bólusetningu við Covid-19 leiddi í ljós að í fjórum tilvikum af fimm var ekki eða mjög ólíklegt að um tengsl væri að ræða. Í einu tilviki var ekki hægt að útiloka tengsl með vissu en þó er líklegra að undirliggjandi ástand einstaklingsins hafi verið orsökin.

Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi embættis landlæknis og almannavarna nú áðan. Rannsóknin laut að fimm tilkynningum um alvarleg atvik, fjórum andlátum og einum alvarlegum veikindum. Tveir sérfræðingar í öldrunarlækningum fóru ítarlega yfir gögn og sjúkrasögu þessara fimm einstaklinga og lögðu mat á hvort að um hugsanleg orsakatengsl væri að ræða milli bólusetningar og umræddra alvarlegra atvika.

„Niðurstaða þeirra er að í fjórum þessara tilvika sé ekki eða mjög ólíklega um orsakatengsl að ræða en í einu tilviki var ekki hægt að útiloka tengsl með vissu, þótt líklega hefði andlátið fremur átt skýringar í undirliggjandi ástandi þess einstaklings,“ sagði Alma. Þeir læknar sem sinntu umræddum einstakling munu fá upplýsingar um rannsóknina og munu þá geta upplýst aðstandendur um niðurstöðurnar.

Þá var einnig kannað hvort andlát væru fleiri þessar vikur heldur en í venjulegu ári og var það ekki. Áfram verður fylgst með þeirri tölfræði. „Það verður að hafa í huga að íbúar hjúkrunarheimila landsins eru upp til hópa hrumir einstaklingar, með fjölda langvinnra sjúkdóma, fjöllyfjameðferð og færniskerðingu, og að meðaltali þá andast um átján einstaklingar úr þessum hópi á hverri viku,“ sagði Alma ennfremur.

Sendar voru fyrirspurnir til lyfjastofnuna Evrópu og Norðurlandanna um möguleg tengsl bólusetninga og alvarlegra atvika. Um fá dauðsföll hefur verið að ræða og almennt eru þau talin tengjast undirliggjandi sjúkdómum.

Alma sagði að áfram þurfi að vega og meta í hverju tilviki hvort bólusetja eigi eldri og hrumari einstaklinga, einkum ef ástand þeirra er nærri lífslokum. Einstaklingsbundið mat fer fram í hverju tilviki. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Upplýsingafundir um Covid-19

Enginn afsláttur af sóttkvíarreglum þó smit komi upp í skólum
StreymiUpplýsingafundir um Covid-19

Eng­inn af­slátt­ur af sótt­kví­ar­regl­um þó smit komi upp í skól­um

Komi Covid smit upp í skól­um munu þeir sem út­sett­ir kunna að hafa ver­ið fyr­ir veirunni að fara í sótt­kví líkt og ver­ið hef­ur. Eng­inn af­slátt­ur verð­ur gef­inn þar á nú frem­ur en áð­ur, seg­ir Þórólf­ur Guðna­son sótt­varn­ar­lækn­ir. Mun meira er um að al­var­lega veik­ir ein­stak­ling­ar komi beint inn á spít­al­ann í inn­lögn en ver­ið hef­ur en hafi ekki við­komu á Covid-göngu­deild fyrst. Það á við um þrjá af þeim níu sjúk­ling­um sem lagst hafa inn á gjör­gæslu­deild í þess­ari bylgju far­ald­urs­ins.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár