Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Upplýsingafundur Almannavarna - Greina meiri kvíða hjá barnshafandi konum

Fimm­tíu barns­haf­andi kon­ur hafa veikst af Covid-19 á land­inu öllu í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um. Brýnt er að kon­ur leiti sér und­an­bragða­laust heil­brg­ið­is­þjón­ustu á með­göngu ef þær greina veik­indi eða önn­ur vanda­mál hjá sér. Hulda Hjart­ar­dótt­ir yf­ir­lækn­ir fæð­ing­ar­deild­ar Land­spít­ala seg­ir að starfs­fólk þar greini meiri kvíða hjá barns­haf­andi kon­um.

Greina má aukinn kvíða hjá barnshafandi konum og aðstandendum þeirra vegna þeirra áhrifa sem Covid-19 faraldurinn og hertar sóttvarnarreglur hafa haft á fæðingarþjónustu. Engu að síður hefur ekki þurft að taka fyrir að aðstandendur fái að vera viðstaddir fæðingar og vonandi kemur ekki til þess.

Þetta sagði Hulda Hjartardótti, yfirlæknir fæðingarþjónustu Landspítala, á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Hún var þar gestur fundarins en á fundinum voru einnig Alma Möller land­lækn­ir, Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir og Víð­ir Reyn­is­son yf­ir­lög­reglu­þjónn sem fóru yf­ir stöðu Covid-19-far­ald­urs­ins hér á landi. Sjá má upptöku af fundinum í spilaranum hér að ofan. 

Fimtíu konur hafa smitast af Covid-19 á meðan á meðgöngu stendur í faraldrinum frá upphafi, á landinu öllu. Hulda greindi einnig frá því að konur hafi þurft að fæða börn sín veikar af Covid-19. Það sé vissulega mikið álag fyrir verðandi mæðurnar, fyrir aðstandendur sem hafa ekki fengið að vera viðstaddir og fyrir starfsfólk fæðingardeilda en engu að síður séu það bara úrlausnarefni sem séu leyst eins og í annarri umönnun og heilbrigðisþjónustu. Hún brýndi konur mjög eindregið til að leita til heilbrigðisstarfsfólk greini þær veikindi hjá sér á meðgöngu og alls ekki forðast það með neinum hætti. Það sé afar brýnt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár