Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Frosið stríð í fjalllendi

Armen­ar og Aser­ar hafa und­ir­bú­ið stríð við hvora aðra í ald­ar­fjórð­ung.

Það má segja að Kákasushéraðið sé nokkurs konar Balkanskagi Rússlands, óstýrilátt fjalllendi sem er svo torsótt að nánast hver dalur hefur ræktað með sér eigin mállýsku. Og rétt eins og nokkur skot á Balkanskaga boðuðu fall Austurríska heimsveldisins, þá voru það átök í Kákasus sem mörkuðu upphafið að endalokum Sovétríkjanna. 

Rússar komu fyrst til Kákasus undir lok 18. aldar. Konungsríkið Georgía greip tækifærið og myndaði við þá bandalag gegn fjendum sínum Persum. En rússnesku hermennirnir voru kallaðir heim og skildu vini sína eftir í súpunni, eins og þekkist meðal stórvelda í seinni tíma sögu. Eftir að Rússarnir fóru komu Persarnir og jöfnuðu Tíblisi við jörðu, íbúarnir voru drepnir nema þeir ungu og hraustustu sem voru leiddir í þrældóm. Framferði Persa gerði það svo aftur að verkum að Rússar töldu sig hafa ærið tilefni til að leggja undir sig allt svæðið. Framkvæmdin tók rúma hálfa öld og í hugum rússneskra skálda …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár