Hulda Vilhjálmsdóttir tekur á móti mér úti á Granda, í hráu húsnæði þar sem listamenn hafa aðsetur. Þegar ég kem sé ég hvar hún stendur hlæjandi frammi á gangi, í kaffi með konu úr næstu vinnustofu, hún brosir hlýlega til mín og leiðir mig inn á vinnustofuna, sem hún deilir með tveimur öðrum. Eftir að hafa rótað aðeins í verkum hennar býður hún til sætis á sófa sem stendur í miðju rýminu. Vinur hennar stendur við strigann og heldur áfram að mála á meðan hún segir frá því sem mótaði hana sem manneskju.
Hún segir frá veikindum móðurinnar sem aldrei fengu nafn en birtust í reiði, öryggisleysinu sem fylgdi föðurmissi og slysi sonarins sem brenndist lífshættulega með þeim afleiðingum að hún varð sjálf veik og þurfti að leita aðstoðar geðlæknis: „Ég hef heyrt þetta allt áður,“ segir vinurinn vingjarnlega og lætur frásögnina ekki slá sig út af laginu, frásögnina af því hvernig hún hefur alla ævi þurft að berjast fyrir öryggi sínu og framtíð, berjast við fátækt, alkóhólisma og dómhörku, fyrir börnunum og sjálfri sér. Því þegar hún gekk í gegnum skilnað, glímdi við krabbamein og þurfti að láta börnin tímabundið frá sér á meðan hún náði bata.
Athugasemdir